Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-71 | Njarðvík aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 24. nóvember 2022 23:25 Stjarnan - Njarðvík Subway deild karla 2022-2023 Eftir tvo tapleiki í röð komst Njarðvík aftur á sigurbraut eftir sigur á Haukum í hörkuleik. Haukar voru yfir lengst af í leiknum en eftir mikla þrautseigju náðu Njarðvíkingar að loka leiknum og unnu fjögurra stiga sigur 75-71. Mario Matasovic byrjaði leikinn af krafti og gerði fyrstu sex stig Njarðvíkur. Liðin skiptust á körfum í fyrsta leikhluta. Um miðjan fyrsta fjórðung fór Hilmar Smári Henningsson að taka mikið til sín og gerði 8 af fyrstu 14 stigum Hauka. Eftir fyrsta fjórðung voru gestirnir úr Hafnarfirði fimm stigum yfir 21-26. Njarðvík stimplaði sig betur inn í leikinn í öðrum leikhluta og var með yfirhöndina framan af í öðrum leikhluta. Njarðvík var ekki lengi að saxa niður fimm stiga forskot Hauka og voru komnir yfir á tæplega þremur mínútum. Logi Gunnarsson kom aftur inn í lið Njarðvíkur eftir meiðsli og gerði átta stig. Dedrick Deon Basile átti síðasta orðið í fyrri hálfleik. Njarðvík fékk lokasóknina í fyrri hálfleik þar sem Basile tók boltann og fór í hornið þar sem hann setti flautukörfu og jafnaði leikinn 41-41 þegar haldið var til hálfleiks. Það var eins og bæði lið höfðu fengið þau skilaboð í hálfleik að spila grimma vörn en liðin voru þétt til að byrja með í seinni hálfleik á meðan sóknarleikur beggja liða var hikandi. Haukar fundu síðan betri takt og gerðu sjö stig í röð. Njarðvíkingar voru afar óskynsamir í þriðja leikhluta. Njarðvík tapaði sex boltum á fyrstu sjö mínútunum í seinni hálfleik sem var jafn mikið og heimamenn gerðu í fyrri hálfleik. Mario Matasovic fékk opið sniðskot til að jafna leikinn áður en þriðji leikhluti kláraðist en það vantaði allan kjark í hann og hann klikkaði. Eftir þriðja leikhluta voru Haukar tveimur stigum yfir 56-58. Haukar gerðu fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta og tóku frumkvæðið. Líkt og svo oft í leiknum þegar Haukar voru við það að sigla fram úr komst Njarðvík aftur inn í leikinn. Fimm stigum undir gerðu heimamenn tíu stig í röð og fengu stemninguna með sér í lið. Haukar voru klaufar í brakinu og gerðu sig seka um dýr mistök. Njarðvíkingar kláruðu leikinn á vítalínunni og unnu fjögurra stiga sigur 75-71. Af hverju vann Njarðvík? Það var ekki mikill munur á liðunum í kvöld. Haukar voru á löngum köflum yfir í leiknum en Njarðvík gafst aldrei upp og þrautseigja heimamanna gegnum gangandi allan leikinn skilaði sér í sigri. Hverjir stóðu upp úr? Þrátt fyrir að Mario Matasovic væri klaufalegur á köflum þá setti hann niður stór skot í fjórða leikhluta. Mario endaði með tvöfalda tvennur þar sem hann gerði 19 stig og tók 10 fráköst. Nacho Martin var að spila sinn annan leik fyrir Njarðvík í kvöld. Nacho er púslið sem Njarðvík vantaði þar sem hann kemur með hæð og getur tekið fráköst. Hann endaði með tvöfalda tvennu. Nacho gerði 10 stig, tók 17 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Haukar köstuðu leiknum frá sér í fjórað leikhluta. Haukar gerðu fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta en voru sjálfum sér verstir í síðasta fjórðungi og gerðu aðeins þrettán stig. Daniel Mortensen var langt frá sínu besta í kvöld. Daniel var 4 af 12 í skotum og með hann inn á töpuðu Haukar með 10 stigum. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag fer Njarðvík til Þorlákshafnar og mætir Þór klukkan 19:15. Næsta fimmtudag fara Haukar á Sauðárkrók og mæta Tindastól klukkan 20:15. Maté: Njarðvíkingar voru lélegir í kvöld Maté Dalmay var ekki sáttur með sína menn í kvöldVísir / Hulda Margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með spilamennsku Hauka í leik kvöldsins. „Við vorum rosalega lélegir sóknarlega, bæði sem einstaklingar og lið. Það svíður að þessi leikur var fyrir okkur til að vinna í 40 mínútur. Þetta er versti leikur sem ég hef þjálfað hjá Haukum,“ sagði Maté ekki sáttur með sóknarleik Hauka í viðtali eftir leik. Haukar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í hálfleik var staðan jöfn 41-41. „Við vorum alltaf að komast 7-8 stigum yfir og þegar við gátum farið með forskotið upp í 10-12 stig þá kom hræðilegur tapaður bolti eða lélegt sniðskot. Við buðum Njarðvíkinga alltaf velkomna aftur inn í leikinn.“ „Við vorum með 15 mjög vonda tapað bolta á vondum stöðum og við höfum verið að glíma við þetta allt tímabilið. Njarðvíkingar voru laskaðir og að spila illa og mér fannst þeir lélegir í kvöld.“ Maté Dalmay var ekki ánægður með varnarleikinn gegn ÍR í síðustu umferð og í kvöld var sóknarleikurinn ekki góður. „Vörnin okkar í kvöld var fín. Ég var ánægður með hvernig við spiluðum vörn á Basile. Við bættum varnarleikinn frá síðasta leik en tókum stórt skref aftur á bak sóknarlega,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Haukar
Eftir tvo tapleiki í röð komst Njarðvík aftur á sigurbraut eftir sigur á Haukum í hörkuleik. Haukar voru yfir lengst af í leiknum en eftir mikla þrautseigju náðu Njarðvíkingar að loka leiknum og unnu fjögurra stiga sigur 75-71. Mario Matasovic byrjaði leikinn af krafti og gerði fyrstu sex stig Njarðvíkur. Liðin skiptust á körfum í fyrsta leikhluta. Um miðjan fyrsta fjórðung fór Hilmar Smári Henningsson að taka mikið til sín og gerði 8 af fyrstu 14 stigum Hauka. Eftir fyrsta fjórðung voru gestirnir úr Hafnarfirði fimm stigum yfir 21-26. Njarðvík stimplaði sig betur inn í leikinn í öðrum leikhluta og var með yfirhöndina framan af í öðrum leikhluta. Njarðvík var ekki lengi að saxa niður fimm stiga forskot Hauka og voru komnir yfir á tæplega þremur mínútum. Logi Gunnarsson kom aftur inn í lið Njarðvíkur eftir meiðsli og gerði átta stig. Dedrick Deon Basile átti síðasta orðið í fyrri hálfleik. Njarðvík fékk lokasóknina í fyrri hálfleik þar sem Basile tók boltann og fór í hornið þar sem hann setti flautukörfu og jafnaði leikinn 41-41 þegar haldið var til hálfleiks. Það var eins og bæði lið höfðu fengið þau skilaboð í hálfleik að spila grimma vörn en liðin voru þétt til að byrja með í seinni hálfleik á meðan sóknarleikur beggja liða var hikandi. Haukar fundu síðan betri takt og gerðu sjö stig í röð. Njarðvíkingar voru afar óskynsamir í þriðja leikhluta. Njarðvík tapaði sex boltum á fyrstu sjö mínútunum í seinni hálfleik sem var jafn mikið og heimamenn gerðu í fyrri hálfleik. Mario Matasovic fékk opið sniðskot til að jafna leikinn áður en þriðji leikhluti kláraðist en það vantaði allan kjark í hann og hann klikkaði. Eftir þriðja leikhluta voru Haukar tveimur stigum yfir 56-58. Haukar gerðu fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta og tóku frumkvæðið. Líkt og svo oft í leiknum þegar Haukar voru við það að sigla fram úr komst Njarðvík aftur inn í leikinn. Fimm stigum undir gerðu heimamenn tíu stig í röð og fengu stemninguna með sér í lið. Haukar voru klaufar í brakinu og gerðu sig seka um dýr mistök. Njarðvíkingar kláruðu leikinn á vítalínunni og unnu fjögurra stiga sigur 75-71. Af hverju vann Njarðvík? Það var ekki mikill munur á liðunum í kvöld. Haukar voru á löngum köflum yfir í leiknum en Njarðvík gafst aldrei upp og þrautseigja heimamanna gegnum gangandi allan leikinn skilaði sér í sigri. Hverjir stóðu upp úr? Þrátt fyrir að Mario Matasovic væri klaufalegur á köflum þá setti hann niður stór skot í fjórða leikhluta. Mario endaði með tvöfalda tvennur þar sem hann gerði 19 stig og tók 10 fráköst. Nacho Martin var að spila sinn annan leik fyrir Njarðvík í kvöld. Nacho er púslið sem Njarðvík vantaði þar sem hann kemur með hæð og getur tekið fráköst. Hann endaði með tvöfalda tvennu. Nacho gerði 10 stig, tók 17 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Haukar köstuðu leiknum frá sér í fjórað leikhluta. Haukar gerðu fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta en voru sjálfum sér verstir í síðasta fjórðungi og gerðu aðeins þrettán stig. Daniel Mortensen var langt frá sínu besta í kvöld. Daniel var 4 af 12 í skotum og með hann inn á töpuðu Haukar með 10 stigum. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag fer Njarðvík til Þorlákshafnar og mætir Þór klukkan 19:15. Næsta fimmtudag fara Haukar á Sauðárkrók og mæta Tindastól klukkan 20:15. Maté: Njarðvíkingar voru lélegir í kvöld Maté Dalmay var ekki sáttur með sína menn í kvöldVísir / Hulda Margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með spilamennsku Hauka í leik kvöldsins. „Við vorum rosalega lélegir sóknarlega, bæði sem einstaklingar og lið. Það svíður að þessi leikur var fyrir okkur til að vinna í 40 mínútur. Þetta er versti leikur sem ég hef þjálfað hjá Haukum,“ sagði Maté ekki sáttur með sóknarleik Hauka í viðtali eftir leik. Haukar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í hálfleik var staðan jöfn 41-41. „Við vorum alltaf að komast 7-8 stigum yfir og þegar við gátum farið með forskotið upp í 10-12 stig þá kom hræðilegur tapaður bolti eða lélegt sniðskot. Við buðum Njarðvíkinga alltaf velkomna aftur inn í leikinn.“ „Við vorum með 15 mjög vonda tapað bolta á vondum stöðum og við höfum verið að glíma við þetta allt tímabilið. Njarðvíkingar voru laskaðir og að spila illa og mér fannst þeir lélegir í kvöld.“ Maté Dalmay var ekki ánægður með varnarleikinn gegn ÍR í síðustu umferð og í kvöld var sóknarleikurinn ekki góður. „Vörnin okkar í kvöld var fín. Ég var ánægður með hvernig við spiluðum vörn á Basile. Við bættum varnarleikinn frá síðasta leik en tókum stórt skref aftur á bak sóknarlega,“ sagði Maté Dalmay að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum