„Þetta var klaufalegt“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 24. nóvember 2022 21:08 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með strákana sína í kvöld sem að þurftu að sætta sig við tap á móti sterku liði ÍBV. „Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“ Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“
Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32