Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2022 10:31 Ásta og Valgeir eru einstaklega jákvæð hjón. Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. Vala Matt hitti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi.Þar ræddu þau meðal annars um vinsæla aðventudagskrá þeirra en menningarsetur þeirra Bakkastofa á Eyrarbakka er í samstarfi við fleiri aðila og hefur hún slegið í gegn. Vala Matt skoðaði einnig ævintýralega fallegar aðventu og jólaskreytingar hjá þeim hjónum í fallegu gömlu húsi þeirra á Eyrarbakka. Valgeir og Ásta reyndu að taka veikindum hans með eins jákvæðum huga og mögulegt var. „Þetta var komið út um víðan völl í líkamanum en ég fékk þessa nýju líftæknimeðferð og svo leið árið og ég fann rétt fyrir jól á síðasta ári að þetta væri kannski komið á rétta leið,“ segir Valgeir og heldur áfram. „Það var jólagjöfin okkar í fyrra,“ bætir Ásta við. „Svo bara næsta ár og það var ekki eins og ég lægi bara í rúminu, hreint ekki. Ég er búinn að vera semja músík og gera ýmislegt og undirbúa plötu sem kemur út á næsta ári. Svo fæ ég upplýsingar einn daginn frá lækninum mínum að þetta sé allt farið,“ segir Valgeir sem er þakklátur Sigurði Böðvarssyni lækni. „Hann fór ekki í geislameðferð heldur bara sterka lyfjameðferð og þessa nýju líftæknimeðferð,“ segir Ásta. Þau ákváðu að halda tíðindunum út af fyrir sig. „Við héldum þessu bara út af fyrir okkur og börnin en svo þegar þetta var búið var þetta eins og að lenda í aftanákeyrslu,“ segir Ásta. Valgeir fagnaði sjötugsafmæli sínu í upphafi árs. Hér að neðan má heyra viðtal sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Valgeir á sextugsafmælinu fyrir tíu áru. Þar var ferið yfir magnaða feril Valgeirs í tónlistinni. Ísland í dag Árborg Heilbrigðismál Tónlist Jól Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Vala Matt hitti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi.Þar ræddu þau meðal annars um vinsæla aðventudagskrá þeirra en menningarsetur þeirra Bakkastofa á Eyrarbakka er í samstarfi við fleiri aðila og hefur hún slegið í gegn. Vala Matt skoðaði einnig ævintýralega fallegar aðventu og jólaskreytingar hjá þeim hjónum í fallegu gömlu húsi þeirra á Eyrarbakka. Valgeir og Ásta reyndu að taka veikindum hans með eins jákvæðum huga og mögulegt var. „Þetta var komið út um víðan völl í líkamanum en ég fékk þessa nýju líftæknimeðferð og svo leið árið og ég fann rétt fyrir jól á síðasta ári að þetta væri kannski komið á rétta leið,“ segir Valgeir og heldur áfram. „Það var jólagjöfin okkar í fyrra,“ bætir Ásta við. „Svo bara næsta ár og það var ekki eins og ég lægi bara í rúminu, hreint ekki. Ég er búinn að vera semja músík og gera ýmislegt og undirbúa plötu sem kemur út á næsta ári. Svo fæ ég upplýsingar einn daginn frá lækninum mínum að þetta sé allt farið,“ segir Valgeir sem er þakklátur Sigurði Böðvarssyni lækni. „Hann fór ekki í geislameðferð heldur bara sterka lyfjameðferð og þessa nýju líftæknimeðferð,“ segir Ásta. Þau ákváðu að halda tíðindunum út af fyrir sig. „Við héldum þessu bara út af fyrir okkur og börnin en svo þegar þetta var búið var þetta eins og að lenda í aftanákeyrslu,“ segir Ásta. Valgeir fagnaði sjötugsafmæli sínu í upphafi árs. Hér að neðan má heyra viðtal sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Valgeir á sextugsafmælinu fyrir tíu áru. Þar var ferið yfir magnaða feril Valgeirs í tónlistinni.
Ísland í dag Árborg Heilbrigðismál Tónlist Jól Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira