Neymar drama á varamannabekk Brassana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:30 Neymar situr sárþjáður á grasinu eftir að hafa meiðst á hægri ökkla í sigurleik Brasilíu í gær. AP/Andre Penner Það fer ekki fram heimsmeistarakeppni í fótbolta án þess að Brasilíumenn skelli sér á fulla ferð í Neymar rússíbananum. Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira