Eitt skot á mark og Kosta Ríka heldur sér á lífi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 11:54 Keysher Fuller reyndist hetja Kosta Ríka. Francois Nel/Getty Images Kosta Ríka vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur er liðið mætti Japan á HM í Katar í dag. Keysher Fuller skoraði eina mark leiksins með fyrsta skoti Kosta Ríka á markið í keppninni. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill og hvorugu liðinu tókst að skapa sér svo mikið sem hálffæri. Japanska liðið hélt boltanum þó betur og virtist líklegra til afreka, en staðan var enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Japanska liðið færði sig framar á völlinn í síðari hálfleik og náði loksins að ná nokkrum skotum að marki. Færin létu þó á sér standa og vörn Kosta Ríka stóð vel. Það var svo algjörlega gegn gangi leiksins að Keysher Fuller kom Kosta Ríka í forystu með marki á 81. mínútu leiksins með fyrsta skoti liðsins á mark andstæðingana, ekki bara í leiknum, heldur á mótinu öllu. Japanir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og Daichi Kamada komst næst því að jafna metin fyrir liðið á 88. mínútu, en Keylor Navas varði virkilega vel í marki Kosta Ríka. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Kosta Ríka og vonir liðsins um að komast upp úr þessum erfiða riðli því enn á lífi. Kosta Ríka og Japan eru nú bæði með þrjú stig eftir tvo leiki, líkt og Spánverjar sem tróna á toppi E-riðils eftir 7-0 sigur gegn Kosta Ríka í fyrsta leik. Spánverjar mæta Þjóðverjum í seinni leik riðilsins í dag og með sigri tryggja Spánverjar sér sæti í 16-liða úrslitum, en takist Þjóðverjum að vinna eru öll lið riðilsins með þrjú stig og allt opið. HM 2022 í Katar Fótbolti
Kosta Ríka vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur er liðið mætti Japan á HM í Katar í dag. Keysher Fuller skoraði eina mark leiksins með fyrsta skoti Kosta Ríka á markið í keppninni. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill og hvorugu liðinu tókst að skapa sér svo mikið sem hálffæri. Japanska liðið hélt boltanum þó betur og virtist líklegra til afreka, en staðan var enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Japanska liðið færði sig framar á völlinn í síðari hálfleik og náði loksins að ná nokkrum skotum að marki. Færin létu þó á sér standa og vörn Kosta Ríka stóð vel. Það var svo algjörlega gegn gangi leiksins að Keysher Fuller kom Kosta Ríka í forystu með marki á 81. mínútu leiksins með fyrsta skoti liðsins á mark andstæðingana, ekki bara í leiknum, heldur á mótinu öllu. Japanir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og Daichi Kamada komst næst því að jafna metin fyrir liðið á 88. mínútu, en Keylor Navas varði virkilega vel í marki Kosta Ríka. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Kosta Ríka og vonir liðsins um að komast upp úr þessum erfiða riðli því enn á lífi. Kosta Ríka og Japan eru nú bæði með þrjú stig eftir tvo leiki, líkt og Spánverjar sem tróna á toppi E-riðils eftir 7-0 sigur gegn Kosta Ríka í fyrsta leik. Spánverjar mæta Þjóðverjum í seinni leik riðilsins í dag og með sigri tryggja Spánverjar sér sæti í 16-liða úrslitum, en takist Þjóðverjum að vinna eru öll lið riðilsins með þrjú stig og allt opið.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“