Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2022 21:00 Unai Simón grípur vel inn í en hann átti góðan leik í marki Spánar í kvöld. lexander Hassenstein/Getty Images Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan. Fyrri hálfleikur leiksins var leikinn á ógnarhraða. Spánverjar byrjuðu af krafti og eftir nokkrar mínútna leik átti Dani Olmo bylmingsskot sem Manuel Neuer varði meistaralega í marki Þýskalands. Peysutog?Maddie Meyer/Getty Images Það var fátt um opin marktækifæri í fyrri hálfleik en Antonio Rüdiger hélt hann hefði komið Þýskalandi yfir þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rüdiger stangaði þá aukaspyrnu Joshua Kimmich í netið en var dæmdur rangstæður af VAR-sjánni sem komst að niðurstöðu á mettíma þó rangstaðan hafi verið tæp. Staðan markalaus í hálfleik. Álvaro Morata kom inn af bekknum í liði Spánar í síðari hálfleik og var ekki lengi að láta að sér kveðja. Þegar rúm klukkustund var liðin gaf Jordi Alba fyrir frá vinstri, Morata stakk sér fram fyrir varnarmann Þýskalands og flikkaði boltanum meistaralega framhjá Neuer. Staðan orðin 1-0 Spánverjum í vil og Þýskaland svo gott sem á leiðinni heim ef leikurinn hefði endað þannig. Take a bow, @AlvaroMorata!#FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/Dq77xcNaBs— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 27, 2022 Hansi Flick, þjálfari Þýskalands, gerði þrefalda breytingu þegar 20 mínútur lifðu leiks enda hafði lið hans engu að tapa. Inn á kom sóknarmaðurinn Niclas Füllkrug og sá átti eftir að koma við sögu. Skömmu síðar fékk Jamal Musiala dauðafæri en hann beið of lengi með að taka skotið og Unai Simón varði vel í marki Spánverja. Simón kom hins vegar engum vörnum við þegar Füllkrug fékk svipað færi á 83. mínútu. Framherjinn reif nánast netið þegar boltinn small í fjærhorninu og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur og Þýskaland á enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Niclas Fullkrug keeps Germany in it! #FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/uEPGpYahM8— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 27, 2022 Staðan í E-riðli er þannig að Spánn er með 4 stig að loknum tveimur leikjum. Þar á eftir koma Japan og Kosta Ríka með 3 stig á meðan Þýskaland er á botninum með 1 stig. HM 2022 í Katar Fótbolti
Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan. Fyrri hálfleikur leiksins var leikinn á ógnarhraða. Spánverjar byrjuðu af krafti og eftir nokkrar mínútna leik átti Dani Olmo bylmingsskot sem Manuel Neuer varði meistaralega í marki Þýskalands. Peysutog?Maddie Meyer/Getty Images Það var fátt um opin marktækifæri í fyrri hálfleik en Antonio Rüdiger hélt hann hefði komið Þýskalandi yfir þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rüdiger stangaði þá aukaspyrnu Joshua Kimmich í netið en var dæmdur rangstæður af VAR-sjánni sem komst að niðurstöðu á mettíma þó rangstaðan hafi verið tæp. Staðan markalaus í hálfleik. Álvaro Morata kom inn af bekknum í liði Spánar í síðari hálfleik og var ekki lengi að láta að sér kveðja. Þegar rúm klukkustund var liðin gaf Jordi Alba fyrir frá vinstri, Morata stakk sér fram fyrir varnarmann Þýskalands og flikkaði boltanum meistaralega framhjá Neuer. Staðan orðin 1-0 Spánverjum í vil og Þýskaland svo gott sem á leiðinni heim ef leikurinn hefði endað þannig. Take a bow, @AlvaroMorata!#FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/Dq77xcNaBs— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 27, 2022 Hansi Flick, þjálfari Þýskalands, gerði þrefalda breytingu þegar 20 mínútur lifðu leiks enda hafði lið hans engu að tapa. Inn á kom sóknarmaðurinn Niclas Füllkrug og sá átti eftir að koma við sögu. Skömmu síðar fékk Jamal Musiala dauðafæri en hann beið of lengi með að taka skotið og Unai Simón varði vel í marki Spánverja. Simón kom hins vegar engum vörnum við þegar Füllkrug fékk svipað færi á 83. mínútu. Framherjinn reif nánast netið þegar boltinn small í fjærhorninu og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur og Þýskaland á enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Niclas Fullkrug keeps Germany in it! #FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/uEPGpYahM8— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 27, 2022 Staðan í E-riðli er þannig að Spánn er með 4 stig að loknum tveimur leikjum. Þar á eftir koma Japan og Kosta Ríka með 3 stig á meðan Þýskaland er á botninum með 1 stig.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti