„Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2022 18:41 Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga. Hulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega ánægður og stoltur af sínu liði eftir sigur gegn HK í fallbaráttuslag í Olís-deild kvenna í dag. „Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“ Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða