Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 13:00 Carlos Queiroz lætur yfirleitt vel í sér heyra á hliðarlínunni. Ian MacNicol/Getty Images Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ Klinsmann var í setti hjá BBC eftir 2-0 sigur Íran gegn Wales á HM í Katar síðastliðinn föstudag og talaði þá um menningu íranska liðsins. „Carlos passar vel inn í þetta landslið og þeirra menningu. Honum mistókst í Suður-Ameríku með Kólumbíu og mistókst svo að komast á mótið með Egyptalandi. Síðan tekur hann við Íran, þar sem hann vann lengi, rétt fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Klinsmann. „Þetta er ekki tilviljun. Hvernig þeir spila er hluti af menningunni.“ „Þeir atast í dómaranum. Þeir atast í línuverðinum og fjórða dómaranum og eru stanslaust að ræða við þá. Það voru mörg dæmi um þetta sem við sáum ekki endilega í leiknum. Svona er þeirra menning, þeir reyna að koma þér úr jafnvægi.“ Ummæli Klinsmann hafa farið misvel í fólk og margir sem saka leikmanninn fyrrverandi um rasisma. This is unbelievable… Watch @J_Klinsmann dismiss brown athletes, from Iran to Guatemala, repeatedly saying “this is their culture”, while the host and other guests are sitting there listening to him go on and on, live on @BBCSport.pic.twitter.com/RgOR3b1sr0— Negar Mortazavi نگار مرتضوی (@NegarMortazavi) November 26, 2022 Queiroz hefur hins vegar svarað Klinsmann fullum hálsi á Twitter-síðu sinni þar sem hann sakar Þjóðverjann meðal annars um að grafa undan þeirri vinnu sem unnin hefur verið í írönskum fótbolta. Þá hefur Queiroz einnig boðið Klinsmann að kíkja á æfingu hjá íranska liðinu svo hann geti sjálfur séð hversu hart liðið leggur að sér og læra um landið og fólkið sem þar býr. „Það skiptir engu hversu mikið ég virði það sem þú gerðir á vellinum, þessi ummæli þín um íranska menningu, íranska landsliðið og leikmenn mína er svívirðing við fótboltann,“ skrifaði Queiroz meðal annars á Twitter. Dear Jurgen; You took the initiative to call me Carlos, so I believe it is proper to call you Jurgen. Right?Even not knowing me personally, you question my character with a typical prejudiced judgment of superiority.(...) pic.twitter.com/JAq0l7Yp6n— Carlos Queiroz (@Carlos_Queiroz) November 26, 2022 Ummælin tekin úr samhengi Klinsmann hefur þó aðeins dregið í land varðandi ummælin og segir þau tekin úr samhengi. Hann segist vilja ræða við þjálfarann til að lægja öldurnar í þessu máli. „Það voru nokkur ummæli sem ég lét falla sem voru algjörlega tekin úr samhengi. Ég ætla að reyna að hringja í hann til að lægja öldurnar,“ sagði Klinsmann við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég hef aldrei gagnrýnt Carlos eða bekkinn hjá Íran. Svo voru einhverjir sem héldu að ég væri að gagnrýna dómarann af því að hann gerði ekkert í hegðun þeirra á bekknum.“ „Það eina sem ég gerði var að lýsa því hversu miklar tilfinningar þeir sýna þegar þeir spila, sem er í raun aðdáunarvert að einhverju leyti. Allur bekkurinn lifir sig inn í leikinn. Þeir hoppa upp og niður og Carlos er mjög ástríðufullur þjálfari. Hann er stanslaust á hliðarlínunni að reyna að gefa leikmönnum skilaboð og aukna orku,“ sagði Klinsmann að lokum. HM 2022 í Katar Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Sjá meira
Klinsmann var í setti hjá BBC eftir 2-0 sigur Íran gegn Wales á HM í Katar síðastliðinn föstudag og talaði þá um menningu íranska liðsins. „Carlos passar vel inn í þetta landslið og þeirra menningu. Honum mistókst í Suður-Ameríku með Kólumbíu og mistókst svo að komast á mótið með Egyptalandi. Síðan tekur hann við Íran, þar sem hann vann lengi, rétt fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Klinsmann. „Þetta er ekki tilviljun. Hvernig þeir spila er hluti af menningunni.“ „Þeir atast í dómaranum. Þeir atast í línuverðinum og fjórða dómaranum og eru stanslaust að ræða við þá. Það voru mörg dæmi um þetta sem við sáum ekki endilega í leiknum. Svona er þeirra menning, þeir reyna að koma þér úr jafnvægi.“ Ummæli Klinsmann hafa farið misvel í fólk og margir sem saka leikmanninn fyrrverandi um rasisma. This is unbelievable… Watch @J_Klinsmann dismiss brown athletes, from Iran to Guatemala, repeatedly saying “this is their culture”, while the host and other guests are sitting there listening to him go on and on, live on @BBCSport.pic.twitter.com/RgOR3b1sr0— Negar Mortazavi نگار مرتضوی (@NegarMortazavi) November 26, 2022 Queiroz hefur hins vegar svarað Klinsmann fullum hálsi á Twitter-síðu sinni þar sem hann sakar Þjóðverjann meðal annars um að grafa undan þeirri vinnu sem unnin hefur verið í írönskum fótbolta. Þá hefur Queiroz einnig boðið Klinsmann að kíkja á æfingu hjá íranska liðinu svo hann geti sjálfur séð hversu hart liðið leggur að sér og læra um landið og fólkið sem þar býr. „Það skiptir engu hversu mikið ég virði það sem þú gerðir á vellinum, þessi ummæli þín um íranska menningu, íranska landsliðið og leikmenn mína er svívirðing við fótboltann,“ skrifaði Queiroz meðal annars á Twitter. Dear Jurgen; You took the initiative to call me Carlos, so I believe it is proper to call you Jurgen. Right?Even not knowing me personally, you question my character with a typical prejudiced judgment of superiority.(...) pic.twitter.com/JAq0l7Yp6n— Carlos Queiroz (@Carlos_Queiroz) November 26, 2022 Ummælin tekin úr samhengi Klinsmann hefur þó aðeins dregið í land varðandi ummælin og segir þau tekin úr samhengi. Hann segist vilja ræða við þjálfarann til að lægja öldurnar í þessu máli. „Það voru nokkur ummæli sem ég lét falla sem voru algjörlega tekin úr samhengi. Ég ætla að reyna að hringja í hann til að lægja öldurnar,“ sagði Klinsmann við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég hef aldrei gagnrýnt Carlos eða bekkinn hjá Íran. Svo voru einhverjir sem héldu að ég væri að gagnrýna dómarann af því að hann gerði ekkert í hegðun þeirra á bekknum.“ „Það eina sem ég gerði var að lýsa því hversu miklar tilfinningar þeir sýna þegar þeir spila, sem er í raun aðdáunarvert að einhverju leyti. Allur bekkurinn lifir sig inn í leikinn. Þeir hoppa upp og niður og Carlos er mjög ástríðufullur þjálfari. Hann er stanslaust á hliðarlínunni að reyna að gefa leikmönnum skilaboð og aukna orku,“ sagði Klinsmann að lokum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Sjá meira