Eftir stórt tap ytra gegn Spáni þurfti íslenska liðið að svara og gerði það svo sannarlega í dag. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands þegar fjórum leikjum er lokið í undankeppninni. Sara Rún Hinriksdóttir bar af í dag en hún skoraði 33 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.






















