Casemiro skaut Brasilíu í sextán liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2022 17:55 Yann Sommer kom engum vörnum við þegar Casemiro lét vaða. Matthias Hangst/Getty Images Brasilía er komin í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Sviss. Miðjumaðurinn Casemiro skaut Brasilíu áfram með marki þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur var svipaður en Vinícius Junior kom þó boltanum í netið á 65. mínútu leiksins. Eftir að markið var skoðað kom í ljós að Richarlison var rangstæður í aðdraganda marksins og markið því dæmt af. Staðan var markalaus allt þangað til á 83. mínútu þegar varnartengiliðurinn Casemiro skoraði glæsimark. Boltinn barst á Vinícius Jr. úti á vinstri vængnum, hann lagði boltann á Rodrygo sem var rétt fyrir utan teig. Þaðan fór boltinn fyrir fætur Casemiro sem var vinstra megin í teignum, hann „slæsaði“ boltann upp í samskeytin fjær og staðan orðin 1-0 Brasilíu í vil. Breaking the deadlock #FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/TFEbYdpWmt— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2022 Fleiri urðu mörkin ekki og sigurmark Casemiro þýðir að Brasilía er komið áfram í 16-liða úrslit. Staðan í G-riðli er þannig að Brasilía er í 1. sæti með 6 stig, Sviss er í 2. sæti með 3 stig á meðan Kamerún og Serbía eru með 1 stig hvort þegar aðeins ein umferð er eftir. HM 2022 í Katar Fótbolti
Brasilía er komin í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Sviss. Miðjumaðurinn Casemiro skaut Brasilíu áfram með marki þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur var svipaður en Vinícius Junior kom þó boltanum í netið á 65. mínútu leiksins. Eftir að markið var skoðað kom í ljós að Richarlison var rangstæður í aðdraganda marksins og markið því dæmt af. Staðan var markalaus allt þangað til á 83. mínútu þegar varnartengiliðurinn Casemiro skoraði glæsimark. Boltinn barst á Vinícius Jr. úti á vinstri vængnum, hann lagði boltann á Rodrygo sem var rétt fyrir utan teig. Þaðan fór boltinn fyrir fætur Casemiro sem var vinstra megin í teignum, hann „slæsaði“ boltann upp í samskeytin fjær og staðan orðin 1-0 Brasilíu í vil. Breaking the deadlock #FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/TFEbYdpWmt— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2022 Fleiri urðu mörkin ekki og sigurmark Casemiro þýðir að Brasilía er komið áfram í 16-liða úrslit. Staðan í G-riðli er þannig að Brasilía er í 1. sæti með 6 stig, Sviss er í 2. sæti með 3 stig á meðan Kamerún og Serbía eru með 1 stig hvort þegar aðeins ein umferð er eftir.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“