Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Egill Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira