Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 13:49 Fjölbreyttasta vistkerfi heims er að finna í kringum Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu. Það er sérstaklega viðkvæmt fyrir þeim breytingum sem menn valda nú á loftslags jarðar og sjónum. AP/Sam McNeil Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu er stærsta kóralrif í heimi. Það þekur um 348.000 ferkílómetra og samanstendur af fleiri en 2.500 einstökum rifjum. Svo stórt er það að það er sýnilegt frá braut um jörðu. Það hefur verið á heimsminjaskrá frá 1981. Hnattræn hlýnun og súrnun sjávar ógna heilsu rifsins en kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita og sýrustigi. Við hitaálag losa kóralarnir þörunga sem þeir lifa samlífi við og fölna. Meira en 90% rifsins reyndist fölnað í rannsókn ástralskra vísindamanna í vor. Í skýrslu sérfræðinga UNESCO og Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna sem var birt í gær kom fram að áströlsk stjórnvöld yrðu að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mælti höfundar hennar með því að rifið yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu, segir gagnrýni skýrsluhöfunda á loftslagsmarkmið landsins úrelt eftir að stjórnarskipti urðu eftir kosningar í maí. Ný miðvinstristjórn Verkamannaflokksins hafi þegar brugðist við helstu athugasemdum sem vakið er máls á í skýrslunni. „Við ætlum að gera UNESCO klárlega grein fyrir því að það sé engin þörf á að taka Kóralrifið mikla svona fyrir sérstaklega,“ sagði hún við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef þessar heimsminjar eru í hættu þá eru flestar heimsminjar í heiminum í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ fullyrti ráðherrann. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Eru ekki að gera allt sem þau geta Athugasemdir ástralskra stjórnvalda verða teknar til skoðunar áður en heimsminjanefnd UNESCO tekur afstöðu til stöðu rifsins. Fyrri ríkisstjórn íhaldsmanna tókst að fresta slíkri ákvörðun í fyrra. Stjórn Verkamannaflokksins stefnir á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26-28% fyrir lok þessa áratugs. Jodie Rummer, sjávarlíffræðingur við James Cook-háskóla í Ástralíu, segir að Ástralir verði að grípa til hraðari og róttækari aðgerða. „Við getum ekki haldið því fram að við séum að geta allt sem við getum fyrir rifið. Við erum ekki að því. Við þurfum að senda heiminum þau skilaboð að við séum að gera allt sem við mögulega getum fyrir rifið og það þýðir að við verðum að grípa til tafarlausra aðgerða vegna losunar,“ segir hún. Ástralía Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu er stærsta kóralrif í heimi. Það þekur um 348.000 ferkílómetra og samanstendur af fleiri en 2.500 einstökum rifjum. Svo stórt er það að það er sýnilegt frá braut um jörðu. Það hefur verið á heimsminjaskrá frá 1981. Hnattræn hlýnun og súrnun sjávar ógna heilsu rifsins en kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita og sýrustigi. Við hitaálag losa kóralarnir þörunga sem þeir lifa samlífi við og fölna. Meira en 90% rifsins reyndist fölnað í rannsókn ástralskra vísindamanna í vor. Í skýrslu sérfræðinga UNESCO og Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna sem var birt í gær kom fram að áströlsk stjórnvöld yrðu að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mælti höfundar hennar með því að rifið yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu, segir gagnrýni skýrsluhöfunda á loftslagsmarkmið landsins úrelt eftir að stjórnarskipti urðu eftir kosningar í maí. Ný miðvinstristjórn Verkamannaflokksins hafi þegar brugðist við helstu athugasemdum sem vakið er máls á í skýrslunni. „Við ætlum að gera UNESCO klárlega grein fyrir því að það sé engin þörf á að taka Kóralrifið mikla svona fyrir sérstaklega,“ sagði hún við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef þessar heimsminjar eru í hættu þá eru flestar heimsminjar í heiminum í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ fullyrti ráðherrann. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Eru ekki að gera allt sem þau geta Athugasemdir ástralskra stjórnvalda verða teknar til skoðunar áður en heimsminjanefnd UNESCO tekur afstöðu til stöðu rifsins. Fyrri ríkisstjórn íhaldsmanna tókst að fresta slíkri ákvörðun í fyrra. Stjórn Verkamannaflokksins stefnir á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26-28% fyrir lok þessa áratugs. Jodie Rummer, sjávarlíffræðingur við James Cook-háskóla í Ástralíu, segir að Ástralir verði að grípa til hraðari og róttækari aðgerða. „Við getum ekki haldið því fram að við séum að geta allt sem við getum fyrir rifið. Við erum ekki að því. Við þurfum að senda heiminum þau skilaboð að við séum að gera allt sem við mögulega getum fyrir rifið og það þýðir að við verðum að grípa til tafarlausra aðgerða vegna losunar,“ segir hún.
Ástralía Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00