Meinaður aðgangur og neyddur til að afklæðast fyrir að bera regnbogalitina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2022 07:00 Anthony Johnson var neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi fyrir að bera regnbogalitina á leið sinni á leik Hollands og Katar. iSport Stuðningsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu segir að hann neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi á meðan öryggisverðir leituðu á honum og að sér hafi verið meinaður aðgangur að leik Hollands og Katar og fyrir það að klæðast regnbogalitunum á leið sinni inn á leikvanginn á HM í Katar í gær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af því að stuðningsmenn hafi lent í vandræðum með að komast inn á leikvanga mótsins fyrir það eitt að bera regnbogalitina. Til að mynda voru hattar velskra stuðningsmanna teknir af þeim fyrr á mótinu. Í kjölfar þess að hattarnir voru teknir af stuðningsmönnum velska landsliðsins gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA út þá yfirlýsingu að regnbogalitirnir yrðu vissulega leyfðir í stúkum vallanna. Hins vegar komst Anthony Johnson, stuðningsmaður enska landsliðsins, að hinu gagnstæða á leið sinni á leik Hollands og Katar á Al Bayt vellinum. Hann segir að hann hafi verið látinn dúsa lengi inni í herbergi þar sem hann var látinn afklæðast á meðan leitað var á honum fyrir það eitt að klæðast bol þar sem merki enska landsliðsins var í regnbogalitunum ásamt því að vera með derhúfu sem einnig bar sömu liti. Johnson segir að hann hafi þurft að klæða sig úr öllum fötunum, að nærfötum meðtöldum, fyrir framan öryggisvörð. EXCLUSIVE: England supporter forced to strip naked in a room by stadium security staff after being blocked from entering Netherlands vs Qatar while wearing official England t-shirt with rainbow colours.https://t.co/RfCrmuFLxW— Daniel Storey (@danielstorey85) November 29, 2022 „Þegar við fórum í gegnum öryggishliðið á vellinum var ég beðinn um að taka af mér úrið og beltið, sem er eitthvað sem ég hafði ekki verið beðinn um á hinum átta leikjunum sem ég er búinn að fara á,“ sagði Johnson í samtali við iNews. „Þegar ég fór aftur í gegnum hliðið mætti stór öryggisvörður og öskraði á mig og sagði að ég væri ekki að viðra þeirra menningu.“ „Þeir notuðu síðan svona vönd sem nemur málma. Vöndurinn fór ekki í gang, en þeir sögðu samt að ég væri með einhverja málma á mér og þá fóru þeir með mig í eitthvað hliðarherbergi þar sem þeir báðu mig fyrst um að fara úr stuttbuxubunum og síðan skónum. Svo báðu þeir mig um að fara úr buxunum og svo nærbuxunum og þá var ég orðinn allsnakinn.“ „Meðan að á þessu stóð voru þeir alltaf að fara með vöndinn yfir mig og fötin mín. Maðurinn sem var að leita á mér var orðinn hálfaulalegur undir lokinn því það var augljóst að hann var ekki að fara að finna neitt. Þetta stóð yfir í um tíu mínútur,“ sagði Johnson að lokum. HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af því að stuðningsmenn hafi lent í vandræðum með að komast inn á leikvanga mótsins fyrir það eitt að bera regnbogalitina. Til að mynda voru hattar velskra stuðningsmanna teknir af þeim fyrr á mótinu. Í kjölfar þess að hattarnir voru teknir af stuðningsmönnum velska landsliðsins gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA út þá yfirlýsingu að regnbogalitirnir yrðu vissulega leyfðir í stúkum vallanna. Hins vegar komst Anthony Johnson, stuðningsmaður enska landsliðsins, að hinu gagnstæða á leið sinni á leik Hollands og Katar á Al Bayt vellinum. Hann segir að hann hafi verið látinn dúsa lengi inni í herbergi þar sem hann var látinn afklæðast á meðan leitað var á honum fyrir það eitt að klæðast bol þar sem merki enska landsliðsins var í regnbogalitunum ásamt því að vera með derhúfu sem einnig bar sömu liti. Johnson segir að hann hafi þurft að klæða sig úr öllum fötunum, að nærfötum meðtöldum, fyrir framan öryggisvörð. EXCLUSIVE: England supporter forced to strip naked in a room by stadium security staff after being blocked from entering Netherlands vs Qatar while wearing official England t-shirt with rainbow colours.https://t.co/RfCrmuFLxW— Daniel Storey (@danielstorey85) November 29, 2022 „Þegar við fórum í gegnum öryggishliðið á vellinum var ég beðinn um að taka af mér úrið og beltið, sem er eitthvað sem ég hafði ekki verið beðinn um á hinum átta leikjunum sem ég er búinn að fara á,“ sagði Johnson í samtali við iNews. „Þegar ég fór aftur í gegnum hliðið mætti stór öryggisvörður og öskraði á mig og sagði að ég væri ekki að viðra þeirra menningu.“ „Þeir notuðu síðan svona vönd sem nemur málma. Vöndurinn fór ekki í gang, en þeir sögðu samt að ég væri með einhverja málma á mér og þá fóru þeir með mig í eitthvað hliðarherbergi þar sem þeir báðu mig fyrst um að fara úr stuttbuxubunum og síðan skónum. Svo báðu þeir mig um að fara úr buxunum og svo nærbuxunum og þá var ég orðinn allsnakinn.“ „Meðan að á þessu stóð voru þeir alltaf að fara með vöndinn yfir mig og fötin mín. Maðurinn sem var að leita á mér var orðinn hálfaulalegur undir lokinn því það var augljóst að hann var ekki að fara að finna neitt. Þetta stóð yfir í um tíu mínútur,“ sagði Johnson að lokum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira