Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 18:01 Ástralir eru komnir áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins eftir frækinn sigur á Dönum. Vísir/Getty Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022
HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54