„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 15:31 Akram Afif kvartar við Antonio Mateu dómara eftir að hann fékk ekki vítið sem hann hefði alltaf fengið í katörsku deildinni. AP/Petr Josek Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram