„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 15:31 Akram Afif kvartar við Antonio Mateu dómara eftir að hann fékk ekki vítið sem hann hefði alltaf fengið í katörsku deildinni. AP/Petr Josek Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Sjá meira
Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Sjá meira