„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 15:31 Akram Afif kvartar við Antonio Mateu dómara eftir að hann fékk ekki vítið sem hann hefði alltaf fengið í katörsku deildinni. AP/Petr Josek Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti