Samrunarnir leiða til þess annars vegar að veitingastaðirnir Aktu Taktu, American Style, Hamborgarafabrikkan og Blackbox Pizza verða undir yfirráðum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa Kletts og hins vegar að Keiluhöllin, Rush Iceland trampólíngarður og Shake & Pizza verði undir yfirráðum bæði kaupenda og seljenda í viðkomandi viðskiptum.
Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að rannsóknin á samkeppnislegum áhrifum umræddra samruna beinist einkum að veitinga- og skyndibitamarkaði og markaði fyrir sölu og vinnslu á ferskum og unnum kjötafurðum.
„Kaupfélag Skagfirðinga er birgi fjölmargra veitingastaða og eldhúsa í gegnum eignarhald á Esju gæðafæði ehf., Sláturhúsi Hellu hf. og Sláturhúsi KVH ehf. Auk þess er skyndibitastaðurinn Metro í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts.
Þeim sem þess óska er hér með boðið að koma á framfæri skriflegum sjónarmiðum sem geta skipt máli við rannsóknina.“
Samrunatilkynningar bárust Samkeppniseftirlitinu þann 18. nóvember næstkomandi.