Lukaku klúðraði öllu og braut síðan varamannaskýlið Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:32 Lukaku var eðlilega niðurbrotinn eftir leik. Vísir/Getty Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun eflaust eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hafa misnotað fjölmörg færi þegar Belgía féll úr leik á heimsmeistaramótinu eftir jafntefli gegn Króatíu. Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram. Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022 Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall. Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið. XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann. Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022 Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram. Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022 Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall. Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið. XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann. Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022 Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“