Arnar ætlar að taka niður myndirnar af börnunum sínum og setja plakat af meistara Moriyasu í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 10:31 Hajime Moriyasu á hliðarlínunni á HM í Katar og Arnar Gunnlaugsson með nýjast bikarinn sem hann vann sem þjálfari Víkinga. Samsett/AP&Hulda Margrét Japanski landsliðsþjálfarinn Hajime Moriyasu er ekki bara elskaður í heimalandi sínu eftir frábæran árangur japanska liðsins á HM í Katar heldur á hann einn mikinn aðdáanda í einum besta þjálfara Bestu deildar karla. Arnar Gunnlaugsson er sérfræðingur hjá Ríkissjónvarpinu í kringum útsendingarnar frá heimsmeistaramótinu og hann var í myndverinu eftir sigurleik Japans á Spáni í gær. Japanska liðið kom til baka á móti bæði Þýskalandi og Spáni eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Það kemur því ekkert á óvart að hálfleiksræðan hafi verið til umræðu meðal sérfræðinganna. Japan vann báða leikina 2-1 á móti þessum tveimur af stærstu knattspyrnuþjóðum heims og unnu fyrir vikið sinn riðil sem tryggir þeim leik á móti Króatíu í sextán liða úrslitunum. „Þessi mikli meistari Moriyasu þjálfari Japans. Ég ætla að taka niður myndirnar af börnunum mínum og setja plakat af honum í staðinn. Þetta er algjör snillingur greinilega í hálfleiksræðum því þetta er bara eins og tvö ólík lið að mæta til leiks í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á RÚV eftir leikinn. „Þjóðverjum leið mjög vel alveg eins og Spánverjum núna leið mjög vel því þeir voru með algjöra yfirburði. Svo breytir þjálfari Japana leikstílnum, miklu meiri ákefð og allt í einu ertu kominn undir í leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson við sama tilefni. „Það er oft sem að þjálfari kemur inn í hálfleik og liðin hans er búið að spila vel. Hann segir þetta frábært og höldum þessu áfram. Þú gleymir oft því að í hinum búningsklefanum er einhver að plotta eitthvað gegn því og einhver önnur herkænska í gangi,“ sagði Arnar. „Þessi Moriyasu er búinn að sanna það svo sannarlega í þessari keppni að hann er mesti plottarinn sem til er til þessa í keppninni,“ sagði Arnar. Hajime Moriyasu er 54 ára gamall og hefur þjálfað japanska landsliðið frá árinu 2018. Hann lék sjálfur 35 landsleiki frá 1992 til 1996. HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson er sérfræðingur hjá Ríkissjónvarpinu í kringum útsendingarnar frá heimsmeistaramótinu og hann var í myndverinu eftir sigurleik Japans á Spáni í gær. Japanska liðið kom til baka á móti bæði Þýskalandi og Spáni eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Það kemur því ekkert á óvart að hálfleiksræðan hafi verið til umræðu meðal sérfræðinganna. Japan vann báða leikina 2-1 á móti þessum tveimur af stærstu knattspyrnuþjóðum heims og unnu fyrir vikið sinn riðil sem tryggir þeim leik á móti Króatíu í sextán liða úrslitunum. „Þessi mikli meistari Moriyasu þjálfari Japans. Ég ætla að taka niður myndirnar af börnunum mínum og setja plakat af honum í staðinn. Þetta er algjör snillingur greinilega í hálfleiksræðum því þetta er bara eins og tvö ólík lið að mæta til leiks í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á RÚV eftir leikinn. „Þjóðverjum leið mjög vel alveg eins og Spánverjum núna leið mjög vel því þeir voru með algjöra yfirburði. Svo breytir þjálfari Japana leikstílnum, miklu meiri ákefð og allt í einu ertu kominn undir í leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson við sama tilefni. „Það er oft sem að þjálfari kemur inn í hálfleik og liðin hans er búið að spila vel. Hann segir þetta frábært og höldum þessu áfram. Þú gleymir oft því að í hinum búningsklefanum er einhver að plotta eitthvað gegn því og einhver önnur herkænska í gangi,“ sagði Arnar. „Þessi Moriyasu er búinn að sanna það svo sannarlega í þessari keppni að hann er mesti plottarinn sem til er til þessa í keppninni,“ sagði Arnar. Hajime Moriyasu er 54 ára gamall og hefur þjálfað japanska landsliðið frá árinu 2018. Hann lék sjálfur 35 landsleiki frá 1992 til 1996.
HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira