Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2022 13:24 Merki Stjörnutorgs mun flytja í Garðabæinn á næstunni. Kringlan Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. Skilti Stjörnutorgs fór á uppboð eftir að það var tekið niður þegar torginu var lokað í síðasta mánuði. Stjörnutorg hafði verið í Kringlunni í 23 ár en nú hefur mathöllin Kúmen tekið við. Nokkur tilboð bárust í skiltið en að lokum var það fyrirtækið Tæknivörur sem átti hæsta boð, 200 þúsund krónur. Allur peningurinn rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Tæknivörur ætla að gefa íþróttafélaginu Stjörnunni í Garðabæ merkið. Torg við heimavöll Stjörnunnar er kallað Stjörnutorg af flestum. Því var það skrifað í skýin að merkið færi þangað. „Tæknivörur er einn stærsti styrktaraðili okkar. Við erum með lítið torg hér við Samsung-völlinn sem heitir Stjörnutorg. Þar seljum við hamborgara á fótboltaleikjum og svona. Okkur fannst þetta tilvalið þegar við fengum þessa ábendingu frá einum góðum Stjörnumanni. Við ákváðum að taka slaginn þannig við heyrðum í okkar bestu mönnum sem voru heldur betur klárir í þetta. Þetta fer auðvitað í gott málefni og er skemmtilegt fyrir nærumhverfið okkar,“ segir Dagur Jónsson, samskipta- og markaðsstjóri Stjörnunnar, í samtali við fréttastofu. Til stendur að taka svæðið fyrir framan Samsung-völlinn í gegn og verður merkið hluti af nýrri ásýnd við völlinn. Skiltið verður afhent Tæknivörum í næstu viku og fer síðan í Garðabæ eftir það. Kringlan Garðabær Tímamót Stjarnan Tengdar fréttir Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Skilti Stjörnutorgs fór á uppboð eftir að það var tekið niður þegar torginu var lokað í síðasta mánuði. Stjörnutorg hafði verið í Kringlunni í 23 ár en nú hefur mathöllin Kúmen tekið við. Nokkur tilboð bárust í skiltið en að lokum var það fyrirtækið Tæknivörur sem átti hæsta boð, 200 þúsund krónur. Allur peningurinn rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Tæknivörur ætla að gefa íþróttafélaginu Stjörnunni í Garðabæ merkið. Torg við heimavöll Stjörnunnar er kallað Stjörnutorg af flestum. Því var það skrifað í skýin að merkið færi þangað. „Tæknivörur er einn stærsti styrktaraðili okkar. Við erum með lítið torg hér við Samsung-völlinn sem heitir Stjörnutorg. Þar seljum við hamborgara á fótboltaleikjum og svona. Okkur fannst þetta tilvalið þegar við fengum þessa ábendingu frá einum góðum Stjörnumanni. Við ákváðum að taka slaginn þannig við heyrðum í okkar bestu mönnum sem voru heldur betur klárir í þetta. Þetta fer auðvitað í gott málefni og er skemmtilegt fyrir nærumhverfið okkar,“ segir Dagur Jónsson, samskipta- og markaðsstjóri Stjörnunnar, í samtali við fréttastofu. Til stendur að taka svæðið fyrir framan Samsung-völlinn í gegn og verður merkið hluti af nýrri ásýnd við völlinn. Skiltið verður afhent Tæknivörum í næstu viku og fer síðan í Garðabæ eftir það.
Kringlan Garðabær Tímamót Stjarnan Tengdar fréttir Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15
Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49
Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31