Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2022 17:07 Stefán Gunnarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds. Vísir/Vilhelm Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið. Áfanganum var fagnað í höfuðstöðvum félagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, var alsæll með málið þegar fréttastofa náði tali af honum í miðjum fögnuði. „Við erum búin að vera dugleg að þróa og erum núna farin svona að sýna árangurinn af því,“ sagði Stefán en hann stofnaði félagið árið 2013 ásamt Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Ákveðið útgáfuferli fer af stað snemma næsta árs að sögn Stefáns og mun þá aðgengi að leiknum opnast á helstu markaðssvæðum fyrirtækisins. Ekki er hægt að nálgast leikinn á helstu leikjaveitum eins og er en það verður hægt á nýju ári. Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða annan leik félagsins en sá fyrsti var Sovereign Space. Í Starborne Frontiers skella spilarar sér í hlutverk flotaforingja til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn. „Þetta er svokallaður hlutverkaleikur þar sem að spilarar eru að safna hetjum, uppfæra hetjurnar, fara inn í ákveðnar aðstæður og leysa þrautir. Þeir mega bara nota ákveðinn hluta af hetjunum í hvert skipti, kannski fimm en eiga hundrað eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Stefán um leikinn. „Leikurinn höfðar mjög vel til karlmanna, svolítið, en þetta snýst alltaf um þessa markmiðasetningu að komast upp á næsta skref og svo framvegis. Það eru líka mjög sterkir eiginleikar í leiknum fyrir þá sem vilja spila með öðrum spilurum og það eru svona þeir sem eru að fara að spila til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur. Kauphöllin Leikjavísir Solid Clouds Rafíþróttir Nýsköpun Seltjarnarnes Tengdar fréttir Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27 Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Áfanganum var fagnað í höfuðstöðvum félagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, var alsæll með málið þegar fréttastofa náði tali af honum í miðjum fögnuði. „Við erum búin að vera dugleg að þróa og erum núna farin svona að sýna árangurinn af því,“ sagði Stefán en hann stofnaði félagið árið 2013 ásamt Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Ákveðið útgáfuferli fer af stað snemma næsta árs að sögn Stefáns og mun þá aðgengi að leiknum opnast á helstu markaðssvæðum fyrirtækisins. Ekki er hægt að nálgast leikinn á helstu leikjaveitum eins og er en það verður hægt á nýju ári. Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða annan leik félagsins en sá fyrsti var Sovereign Space. Í Starborne Frontiers skella spilarar sér í hlutverk flotaforingja til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn. „Þetta er svokallaður hlutverkaleikur þar sem að spilarar eru að safna hetjum, uppfæra hetjurnar, fara inn í ákveðnar aðstæður og leysa þrautir. Þeir mega bara nota ákveðinn hluta af hetjunum í hvert skipti, kannski fimm en eiga hundrað eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Stefán um leikinn. „Leikurinn höfðar mjög vel til karlmanna, svolítið, en þetta snýst alltaf um þessa markmiðasetningu að komast upp á næsta skref og svo framvegis. Það eru líka mjög sterkir eiginleikar í leiknum fyrir þá sem vilja spila með öðrum spilurum og það eru svona þeir sem eru að fara að spila til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur.
Kauphöllin Leikjavísir Solid Clouds Rafíþróttir Nýsköpun Seltjarnarnes Tengdar fréttir Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27 Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27
Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09