Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Kjaramálin eru vitanlega efst á baugi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, en síðdegis í dag var undirritaður kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara.

Kauptaxtar hækka um 35.000 krónur að lágmarki hjá meirihluta starfsmanna á almennum markaði með nýjum kjarasamningi. Forsætisráðherra fagnar undirritun samninga og vonast til að fleiri fylgi í kjölfarið. Aðkoma stjórnvalda verður ekki kynnt strax.

Einn þeirra þriggja sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi er sjö ára gamall drengur.

Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag.

Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×