Eldgosið ógnar sögulegri loftslagsmæliröð Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 13:41 Maður fylgist með hrauni renna frá Mauna Loa-eldfjallinu á Stóru eyju Havaí. AP/Gregory Bull Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. Rennandi hraun frá þessu stærsta eldfjalli jarðar olli rafmagnleysi í athuganastöðinni á Mauna Loa fyrir rúmri viku. Hún hefur gert nær samfelldar mælingar á styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í meira en sextíu ár. New York Times segir að mælingarnar á Mauna Loa hafi örsjaldan stöðvast á þessum sex áratugum. Þær lögðust af í þrjá mánuði vegna niðurskurðar hjá bandarísku alríkisstjórninni árið 1964 og í rúman mánuð síðast þegar gaus í fjallinu og rafmagni sló út árið 1984. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) er nú sögð íhuga að fljúga varaaflstöð með þyrlu til athuganastöðvarinnar á Mauna Loa. Mælingum á koltvísýringsgildum í lofthjúpnum er þó ekki sérstök hætta búin þó að stöðina á eldfjallinu sé tímabundið úr leik. Sambærilegar mælingar eru gerðar á hundruðum annarra staða á jörðinni. This week, a volcanic eruption at Mauna Loa created a rare interruption in the data that produces this record, the Keeling Curve, considered by many scientists to be the most important evidence that the climate is changing because of human activity.More @https://t.co/6kiSGkAwx4 pic.twitter.com/LZds4ZGEc5— Elena L. Shao (@elenalingshao) December 2, 2022 Sýndi hvernig koltvísýringur safnaðist upp í lofthjúpnum Mælistöðina á Mauna Loa er líklega sú þekktasta í heimi. Charles David Keeling, bandarískur jarðefnafræðingur, hóf athuganirnar árið 1958 en þær sýndu svart á hvítu að styrkur koltvísýrings væri jafnt og þétt að aukast í lofthjúpnum. Grafið sem sýnir þá þróun er nefnt Keeling-ferillinn í höfuðið á honum. Fyrir mælingar Keelings töldu margir vísindamenn að höf og skógar jarðar drykkju í sig það umframmagn koltvísýrings sem menn losuðu með bruna á jarðefnaeldsneyti. Keeling-ferillinn afsannaði þá kenningu afdráttarlaust. Þegar Keeling hóf mælingar sínar á Mauna Loa var styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum um 313 hlutar af milljón (ppm). Rúmum sextíu árum síðar mælist styrkurinn um 421 ppm, aukning um rúmlega þriðjung. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti fjórar milljónir ára. Miðað við núverandi losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 2,1 til 2,9 gráður á þessari öld borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnun hefur í för með sér hættu á ýmis konar loftslagshamförum, þar á meðal ákafari þurrkum og hitabylgjum, öflugri flóðum og auknum veðuröfgum. Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00 Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Rennandi hraun frá þessu stærsta eldfjalli jarðar olli rafmagnleysi í athuganastöðinni á Mauna Loa fyrir rúmri viku. Hún hefur gert nær samfelldar mælingar á styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í meira en sextíu ár. New York Times segir að mælingarnar á Mauna Loa hafi örsjaldan stöðvast á þessum sex áratugum. Þær lögðust af í þrjá mánuði vegna niðurskurðar hjá bandarísku alríkisstjórninni árið 1964 og í rúman mánuð síðast þegar gaus í fjallinu og rafmagni sló út árið 1984. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) er nú sögð íhuga að fljúga varaaflstöð með þyrlu til athuganastöðvarinnar á Mauna Loa. Mælingum á koltvísýringsgildum í lofthjúpnum er þó ekki sérstök hætta búin þó að stöðina á eldfjallinu sé tímabundið úr leik. Sambærilegar mælingar eru gerðar á hundruðum annarra staða á jörðinni. This week, a volcanic eruption at Mauna Loa created a rare interruption in the data that produces this record, the Keeling Curve, considered by many scientists to be the most important evidence that the climate is changing because of human activity.More @https://t.co/6kiSGkAwx4 pic.twitter.com/LZds4ZGEc5— Elena L. Shao (@elenalingshao) December 2, 2022 Sýndi hvernig koltvísýringur safnaðist upp í lofthjúpnum Mælistöðina á Mauna Loa er líklega sú þekktasta í heimi. Charles David Keeling, bandarískur jarðefnafræðingur, hóf athuganirnar árið 1958 en þær sýndu svart á hvítu að styrkur koltvísýrings væri jafnt og þétt að aukast í lofthjúpnum. Grafið sem sýnir þá þróun er nefnt Keeling-ferillinn í höfuðið á honum. Fyrir mælingar Keelings töldu margir vísindamenn að höf og skógar jarðar drykkju í sig það umframmagn koltvísýrings sem menn losuðu með bruna á jarðefnaeldsneyti. Keeling-ferillinn afsannaði þá kenningu afdráttarlaust. Þegar Keeling hóf mælingar sínar á Mauna Loa var styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum um 313 hlutar af milljón (ppm). Rúmum sextíu árum síðar mælist styrkurinn um 421 ppm, aukning um rúmlega þriðjung. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti fjórar milljónir ára. Miðað við núverandi losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 2,1 til 2,9 gráður á þessari öld borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnun hefur í för með sér hættu á ýmis konar loftslagshamförum, þar á meðal ákafari þurrkum og hitabylgjum, öflugri flóðum og auknum veðuröfgum.
Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00 Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00
Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04
Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12