Sakfelldur fyrir að hjálpa konum að eignast börn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. desember 2022 16:01 Getty Images Danskur karlmaður hefur verið sektaður um andvirði hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir að gefa konum sæði sitt svo þær geti eignast barn. Maðurinn eignast brátt sitt 19. barn. Henrik er 54 ára frá Mið-Jótlandi í Danmörku. Honum finnst föðurhlutverkið dásamlegt og þegar hann átti orðið nokkur börn, þá fór hann að velta því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað öðru fólki, barnlausum pörum að upplifa þessa sömu hamingju. Auglýsti ókeypis sæðisgjöf á netinu Hann opnaði heimasíðu þar sem hann bauð ókeypis sæðisgjöf. Nokkrar konur hafa nú þegar þegið þessa aðstoð og eignast börn með aðstoð Henriks. En það er komið babb í bátinn. Það er andstætt dönskum lögum að gefa sæði sisona milliliðalaust í sprautu. Lögum samkvæmt þarf hver sá sem dreifir sæði sínu að hafa leyfi frá Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku. Og hún hafði alls ekki gefið Henrik leyfi til þess að gefa vandalausum sæði sitt. Lögunum er ætlað að tryggja að sæðisgjafar dreifi ekki arfgengum sjúkdómum, að löglegar skyldur sæðisgjafa gagnvart barni séu á hreinu og að vitað sé hversu mörg börn hver einstakur sæðisgjafi hafi eignast. Þessi skilyrði uppfylla sæðisbankar og aðrar stofnanir af þeim meiði, en það gerir Henrik hins vegar ekki. Þess vegna var hann dreginn fyrir dóm. Afhenti sæðið í sprautu Ef Henrik hefði farið hina hefðbundnu leið og haft samræði við konurnar, þá hefði löggjafinn ekki getað skipt sér af málinu. En þar sem Henrik afhenti viðkomandi konum ferskt sæði sitt í sprautu þá var hann þar með orðinn sekur um lögbrot. Henrik segir að hefðu konurnar verið gagnkynhneigðar þá hefði vafalaust verið þægilegra og auðveldari leið að hafa samræði til að geta börnin, en þar sem þessar konur eru allar samkynhneigðar þá kom það illa til greina. Hann segir að það eina sem vaki fyrir honum sé að gera öðru fólki greiða, veita þeim þá hamingju að eignast börn og sjálfur upplifa þá gleði að hafa fætt fleiri börn í þennan heim. Konurnar sem hafa þegið aðstoð Henriks, hafa sumar hverjar komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir undrun sinni á því að Henrik skuli sakfelldur fyrir að hjálpa öðru fólki. 18 barna faðir í Danmörku Hann var í síðustu viku dæmdur til að greiða 25.000 krónur danskar í sekt, en ella sæta 2ja vikna fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa hjálpað 5 konum að eignast börn. Sjálfur segist hann vera orðinn 18 barna faðir og að það 19. sé á leiðinni. Danmörk Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Henrik er 54 ára frá Mið-Jótlandi í Danmörku. Honum finnst föðurhlutverkið dásamlegt og þegar hann átti orðið nokkur börn, þá fór hann að velta því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað öðru fólki, barnlausum pörum að upplifa þessa sömu hamingju. Auglýsti ókeypis sæðisgjöf á netinu Hann opnaði heimasíðu þar sem hann bauð ókeypis sæðisgjöf. Nokkrar konur hafa nú þegar þegið þessa aðstoð og eignast börn með aðstoð Henriks. En það er komið babb í bátinn. Það er andstætt dönskum lögum að gefa sæði sisona milliliðalaust í sprautu. Lögum samkvæmt þarf hver sá sem dreifir sæði sínu að hafa leyfi frá Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku. Og hún hafði alls ekki gefið Henrik leyfi til þess að gefa vandalausum sæði sitt. Lögunum er ætlað að tryggja að sæðisgjafar dreifi ekki arfgengum sjúkdómum, að löglegar skyldur sæðisgjafa gagnvart barni séu á hreinu og að vitað sé hversu mörg börn hver einstakur sæðisgjafi hafi eignast. Þessi skilyrði uppfylla sæðisbankar og aðrar stofnanir af þeim meiði, en það gerir Henrik hins vegar ekki. Þess vegna var hann dreginn fyrir dóm. Afhenti sæðið í sprautu Ef Henrik hefði farið hina hefðbundnu leið og haft samræði við konurnar, þá hefði löggjafinn ekki getað skipt sér af málinu. En þar sem Henrik afhenti viðkomandi konum ferskt sæði sitt í sprautu þá var hann þar með orðinn sekur um lögbrot. Henrik segir að hefðu konurnar verið gagnkynhneigðar þá hefði vafalaust verið þægilegra og auðveldari leið að hafa samræði til að geta börnin, en þar sem þessar konur eru allar samkynhneigðar þá kom það illa til greina. Hann segir að það eina sem vaki fyrir honum sé að gera öðru fólki greiða, veita þeim þá hamingju að eignast börn og sjálfur upplifa þá gleði að hafa fætt fleiri börn í þennan heim. Konurnar sem hafa þegið aðstoð Henriks, hafa sumar hverjar komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir undrun sinni á því að Henrik skuli sakfelldur fyrir að hjálpa öðru fólki. 18 barna faðir í Danmörku Hann var í síðustu viku dæmdur til að greiða 25.000 krónur danskar í sekt, en ella sæta 2ja vikna fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa hjálpað 5 konum að eignast börn. Sjálfur segist hann vera orðinn 18 barna faðir og að það 19. sé á leiðinni.
Danmörk Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira