Á samráð heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. desember 2022 09:01 Við Íslendingar erum stolt af því að vera lýðræðisþjóð. Á fjögurra ára fresti kjósum við fulltrúa til þess að stjórna landinu og setja okkur lög. Margir spyrja sig hins vegar hvort fólk sem býr við fulltrúalýðræði geti í raun og veru ráðið einhverju um þær ákvarðanir sem teknar eru í umboði þess. Er í raun eitthvað hlustað á skoðanir fólks, nema kannski bara í aðdraganda kosninga og þá bara til þess að fá viðkomandi til þess að kjósa miðað við loforð sem strax eftir kosningar eru svikin? Á undanförnum áratugum hefur hugmyndin um íbúalýðræði fengið aukinn stuðning, eins og sjá má til dæmis í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá þar sem bæði er hægt að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, og sömuleiðis að ákveðið hlutfall kjósenda geti lagt fram frumvarp til samþykktar á Alþingi. Í þingsköpum Alþingis segir “Nefnd getur við umfjöllun máls óskað skriflegra umsagna um það frá aðilum utan þings. Á sama hátt geta þeir er mál varðar komið skriflegum athugasemdum sínum að eigin frumkvæði á framfæri við nefnd. Sömuleiðis getur nefnd samþykkt að taka við gestum og hlýða á mál þeirra.” Með þessu ákvæði í þingsköpum er komið til móts við þá hugmynd að mikilvægt sé að fá álit einstaklinga, stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja á þeim lögum sem verið er að setja eða breyta hverju sinni. Þó svo um valkvætt ákvæði sé að ræða er í flestum tilfellum hafður sá háttur á að frumvörp og þingsályktanir eru sendar út af nefndinni til umsagnaraðila. Úr þeim hópi eru síðan valdir ákveðnir aðilar sem nefndarmönnum gefst kostur á að spyrja nánar út í sína umsögn. Allt hljómar þetta gott og vel og utan frá lítur þetta út eins og virkilega sé hlustað á álit þeirra aðila sem hafa aðkomu að viðkomandi máli. Raunveruleikinn er hins vegar sá að hlustað er á fæstar þær athugasemdir sem berast, nema að þær bendi á þeim mun alvarlegri ágalla á málinu. Það er þó þannig að orðið er við nær öllum athugasemdum sem koma frá því ráðuneyti sem samdi frumvarpið, en oft uppgötva þau ágalla eða hluti sem betur mættu fara eftir að frumvarpinu er skilað inn til þingsins. Sem nýr þingmaður þá sit ég oft hissa á nefndarfundum þar sem lögmætar og góðar ábendingar koma fram hjá umsagnaraðila, en fulltrúar stjórnarmeirihlutans velja að hunsa þær ábendingar, greinilega af ótta við að styggja viðkomandi ráðherra. Í besta falli leiða þessar athugasemdir til þess að búinn er til texti í nefndaráliti þar sem áhyggjur eru nefndar, en hnýtt við setninguna að ekki sé talin þörf á að taka á þeirri athugasemd. Árið 1969 skrifaði Sherry nokkur Arnstein merka grein um hvernig efla mætti þátttöku almennings í ákvarðanatöku. Hún flokkaði stig þátttökunnar niður í 8 stigvaxandi þrep sem að endanum leiddu til beins íbúalýðræðis í formi íbúavalds. Sé litið til skilgreiningar Arnstein þá má segja að samráð á Alþingi falli í besta lagi undir það sem hún skilgreindi sem málamyndaaðgerðir, en undir það féllu aðgerðir þar sem valdhafar viltu sýn fyrir íbúum með því að gefa það í skyn að hlustað væri á þau, en í raun væri allt slíkt einungis til málamynda og nær engar athugasemdir náðu að hafa áhrif á ákvarðanatökuna. Stigi Arnsteins úr mastersritgerð Ellu Kristínar Karlsdóttur, október 2008. Þess væri óskandi að fleiri alþingismenn legðu við hlustir þegar athugasemdir og umsagnir berast og sýndu það þor að gera breytingar til hins betra á þeim frumvörpum og þingsályktunum sem berast inn á þingið frá framkvæmdavaldinu. Óttinn við að fara gegn ráðleggingum embættismanna í ráðuneytum og þar með styggja ráðherra og skapa óróa í nú þegar brothættu ríkisstjórnarsamstarfinu virðist vera of mikill til þess að þingmenn þori að fylgja sannfæringu sinni. Ef ekki á að hlusta á athugasemdir, þá getum við allt eins sleppt því að óska eftir umsögnum og sparað þannig viðkomandi aðilum þá miklu vinnu sem fylgir því að skrifa og skila þeim inn fyrir þann mikla fjölda mála sem koma fyrir Alþingi. Þingmönnum ber skylda til að gera betur við lýðræðið og raddir fólksins. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum stolt af því að vera lýðræðisþjóð. Á fjögurra ára fresti kjósum við fulltrúa til þess að stjórna landinu og setja okkur lög. Margir spyrja sig hins vegar hvort fólk sem býr við fulltrúalýðræði geti í raun og veru ráðið einhverju um þær ákvarðanir sem teknar eru í umboði þess. Er í raun eitthvað hlustað á skoðanir fólks, nema kannski bara í aðdraganda kosninga og þá bara til þess að fá viðkomandi til þess að kjósa miðað við loforð sem strax eftir kosningar eru svikin? Á undanförnum áratugum hefur hugmyndin um íbúalýðræði fengið aukinn stuðning, eins og sjá má til dæmis í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá þar sem bæði er hægt að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, og sömuleiðis að ákveðið hlutfall kjósenda geti lagt fram frumvarp til samþykktar á Alþingi. Í þingsköpum Alþingis segir “Nefnd getur við umfjöllun máls óskað skriflegra umsagna um það frá aðilum utan þings. Á sama hátt geta þeir er mál varðar komið skriflegum athugasemdum sínum að eigin frumkvæði á framfæri við nefnd. Sömuleiðis getur nefnd samþykkt að taka við gestum og hlýða á mál þeirra.” Með þessu ákvæði í þingsköpum er komið til móts við þá hugmynd að mikilvægt sé að fá álit einstaklinga, stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja á þeim lögum sem verið er að setja eða breyta hverju sinni. Þó svo um valkvætt ákvæði sé að ræða er í flestum tilfellum hafður sá háttur á að frumvörp og þingsályktanir eru sendar út af nefndinni til umsagnaraðila. Úr þeim hópi eru síðan valdir ákveðnir aðilar sem nefndarmönnum gefst kostur á að spyrja nánar út í sína umsögn. Allt hljómar þetta gott og vel og utan frá lítur þetta út eins og virkilega sé hlustað á álit þeirra aðila sem hafa aðkomu að viðkomandi máli. Raunveruleikinn er hins vegar sá að hlustað er á fæstar þær athugasemdir sem berast, nema að þær bendi á þeim mun alvarlegri ágalla á málinu. Það er þó þannig að orðið er við nær öllum athugasemdum sem koma frá því ráðuneyti sem samdi frumvarpið, en oft uppgötva þau ágalla eða hluti sem betur mættu fara eftir að frumvarpinu er skilað inn til þingsins. Sem nýr þingmaður þá sit ég oft hissa á nefndarfundum þar sem lögmætar og góðar ábendingar koma fram hjá umsagnaraðila, en fulltrúar stjórnarmeirihlutans velja að hunsa þær ábendingar, greinilega af ótta við að styggja viðkomandi ráðherra. Í besta falli leiða þessar athugasemdir til þess að búinn er til texti í nefndaráliti þar sem áhyggjur eru nefndar, en hnýtt við setninguna að ekki sé talin þörf á að taka á þeirri athugasemd. Árið 1969 skrifaði Sherry nokkur Arnstein merka grein um hvernig efla mætti þátttöku almennings í ákvarðanatöku. Hún flokkaði stig þátttökunnar niður í 8 stigvaxandi þrep sem að endanum leiddu til beins íbúalýðræðis í formi íbúavalds. Sé litið til skilgreiningar Arnstein þá má segja að samráð á Alþingi falli í besta lagi undir það sem hún skilgreindi sem málamyndaaðgerðir, en undir það féllu aðgerðir þar sem valdhafar viltu sýn fyrir íbúum með því að gefa það í skyn að hlustað væri á þau, en í raun væri allt slíkt einungis til málamynda og nær engar athugasemdir náðu að hafa áhrif á ákvarðanatökuna. Stigi Arnsteins úr mastersritgerð Ellu Kristínar Karlsdóttur, október 2008. Þess væri óskandi að fleiri alþingismenn legðu við hlustir þegar athugasemdir og umsagnir berast og sýndu það þor að gera breytingar til hins betra á þeim frumvörpum og þingsályktunum sem berast inn á þingið frá framkvæmdavaldinu. Óttinn við að fara gegn ráðleggingum embættismanna í ráðuneytum og þar með styggja ráðherra og skapa óróa í nú þegar brothættu ríkisstjórnarsamstarfinu virðist vera of mikill til þess að þingmenn þori að fylgja sannfæringu sinni. Ef ekki á að hlusta á athugasemdir, þá getum við allt eins sleppt því að óska eftir umsögnum og sparað þannig viðkomandi aðilum þá miklu vinnu sem fylgir því að skrifa og skila þeim inn fyrir þann mikla fjölda mála sem koma fyrir Alþingi. Þingmönnum ber skylda til að gera betur við lýðræðið og raddir fólksins. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun