Viktor Gísli þurfti að fara meiddur af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2022 19:46 Viktor Gísli hefur spilað frábærlega að undanförnu. Twitter@ehfcl Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi. Frá þessu er greint á vefnum Handbolti.is. Þar kemur fram að Viktor Gísli hafi staðfest meiðslin en viti þó ekki hversu lengi hann verði frá. „Ég fékk mjög slæmt högg og er aumur í dag. Meira er ekki vitað sem stendur. Ég hitti lækni síðar í dag,“ segir á vefnum. Viktor Gísli meiddist á olnboga nú í haust og missti til að mynda af landsleikjum Íslands við Ísrael og Eistland í október. Hans, og íslenska landsliðsins vegna, eru meiðslin vonandi ekki svo alvarleg að þessu sinni. Nantes vann öruggan sjö marka sigur á Grétari Ara Guðjónssyni og félögum í Sélstat um helgina, lokatölur 31-24. Líkt og í undanförnum leikjum var Viktor Gísli einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Þegar hann þurfti að yfirgefa völlinn hafði hann varið tólf skot og var með 48 prósent markvörslu. Viktor Hallgrimsson a arrêté 4 8 % des tirs adverses #LiquiMolyStarLigue pic.twitter.com/LffoW4ovEz— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) December 5, 2022 Viktor Gísli hefur spilað það vel undanfarnar vikur að aðdáendur Kiel eru þegar farnir að telja niður dagana þangað til hann verður samningslaus, sumarið 2025. Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Viktor Gísli hafði betur í uppgjöri íslensku markvarðanna í Frakklandi Það var Íslendingaslagur markvarða í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Nantes og Selestat áttust við. 4. desember 2022 17:29 Seinni bylgjan: „Bara að Kiel hafi áhuga er risa fjöður í hattinn fyrir Viktor Gísla“ Það styttist í HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Ef Viktor Gísli Hallgrímsson heldur uppteknum hætti gæti hann orðið ein af stjörnum mótsins en farið var yfir magnaða frammistöðu hans í Meistaradeild Evrópu í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. 3. desember 2022 08:01 Viktor Gísli sýndi Mikkel Hansen í tvo heimana | Myndband Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi snilli sína milli stanganna hefur Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær. 2. desember 2022 12:31 Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“ Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum. 2. desember 2022 07:31 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Frá þessu er greint á vefnum Handbolti.is. Þar kemur fram að Viktor Gísli hafi staðfest meiðslin en viti þó ekki hversu lengi hann verði frá. „Ég fékk mjög slæmt högg og er aumur í dag. Meira er ekki vitað sem stendur. Ég hitti lækni síðar í dag,“ segir á vefnum. Viktor Gísli meiddist á olnboga nú í haust og missti til að mynda af landsleikjum Íslands við Ísrael og Eistland í október. Hans, og íslenska landsliðsins vegna, eru meiðslin vonandi ekki svo alvarleg að þessu sinni. Nantes vann öruggan sjö marka sigur á Grétari Ara Guðjónssyni og félögum í Sélstat um helgina, lokatölur 31-24. Líkt og í undanförnum leikjum var Viktor Gísli einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Þegar hann þurfti að yfirgefa völlinn hafði hann varið tólf skot og var með 48 prósent markvörslu. Viktor Hallgrimsson a arrêté 4 8 % des tirs adverses #LiquiMolyStarLigue pic.twitter.com/LffoW4ovEz— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) December 5, 2022 Viktor Gísli hefur spilað það vel undanfarnar vikur að aðdáendur Kiel eru þegar farnir að telja niður dagana þangað til hann verður samningslaus, sumarið 2025.
Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Viktor Gísli hafði betur í uppgjöri íslensku markvarðanna í Frakklandi Það var Íslendingaslagur markvarða í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Nantes og Selestat áttust við. 4. desember 2022 17:29 Seinni bylgjan: „Bara að Kiel hafi áhuga er risa fjöður í hattinn fyrir Viktor Gísla“ Það styttist í HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Ef Viktor Gísli Hallgrímsson heldur uppteknum hætti gæti hann orðið ein af stjörnum mótsins en farið var yfir magnaða frammistöðu hans í Meistaradeild Evrópu í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. 3. desember 2022 08:01 Viktor Gísli sýndi Mikkel Hansen í tvo heimana | Myndband Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi snilli sína milli stanganna hefur Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær. 2. desember 2022 12:31 Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“ Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum. 2. desember 2022 07:31 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Viktor Gísli hafði betur í uppgjöri íslensku markvarðanna í Frakklandi Það var Íslendingaslagur markvarða í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Nantes og Selestat áttust við. 4. desember 2022 17:29
Seinni bylgjan: „Bara að Kiel hafi áhuga er risa fjöður í hattinn fyrir Viktor Gísla“ Það styttist í HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Ef Viktor Gísli Hallgrímsson heldur uppteknum hætti gæti hann orðið ein af stjörnum mótsins en farið var yfir magnaða frammistöðu hans í Meistaradeild Evrópu í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. 3. desember 2022 08:01
Viktor Gísli sýndi Mikkel Hansen í tvo heimana | Myndband Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi snilli sína milli stanganna hefur Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær. 2. desember 2022 12:31
Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“ Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum. 2. desember 2022 07:31