Maté: Hefði viljað vita það fyrr hvenær leikurinn yrði spilaður Andri Már Eggertsson skrifar 5. desember 2022 21:30 Maté Dalmay var svekktur eftir að hafa dottið út úr bikarnum Vísir / Hulda Margrét Haukar eru úr leik í VÍS-bikarnum eftir fjögurra stiga tap geng Njarðvík 88-84. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik og var ósáttur með hvernig staðið var að tímasetningu leiksins. „Við vorum ógeðslega miklir klaufar. Við vorum lélegir að setja ekki ofan í opið þriggja stiga skot, tvö vítaskot og ef þú ætlar að klára leiki verðurðu að hitta ofan í þegar varnirnar herðast undir lok leiks. Njarðvík fékk níu villur á sig gegn nítján og það var augljóslega erfiðara að skora öðru megin,“ sagði Maté um sóknarleik Hauka í fjórða leikhluta. Maté var nokkuð ánægður með sóknarleikinn en fannst vörn Hauka afar léleg í kvöld. „Sóknarleikurinn var flottur þar til í brakinu þá stífnuðum við og fundum ekki lausnir. Menn voru seinir í því sem þeir voru að gera. Varnarlega var þetta sennilega versti leikurinn okkar frá því við töpuðum gegn Keflavík.“ „Stóru mennirnir okkar voru seinir í vegg og veltu vörn. Norbertas Giga var allt of staður en það má segja um alla sem spiluðu og þetta var hægt, lint og áhugalaust. Ég ætla ekki að kenna neinum um en ég ætla rétt að vona að þetta hafi verið stuttur fyrirvari og bikarprump hugmynd hjá mönnum. Maté hélt áfram að gagnrýna tímasetninguna á leiknum þar sem leikurinn var settur á með stuttum fyrirvara en Haukum var endanlega dæmdur sigur gegn Tindastól þann 1. desember. „Mér fannst bæði lið mæta til leiks í fyrri hálfleik eins og þeim væri drullusama um þennan leik. Staðan var 52-51 í hálfleik þar sem allir voru á hálfum hraða varnarlega en síðan langaði Njarðvík meira að komast áfram í bikarnum en okkur var alveg sama.“ „Tímasetningin er fín en ég hefði viljað fá hana á hreint miklu fyrr. Það hefði ekki breytt neinu fyrir okkur en mér fannst þetta áhugamennska,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, baðst undan viðtali eftir leik. Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
„Við vorum ógeðslega miklir klaufar. Við vorum lélegir að setja ekki ofan í opið þriggja stiga skot, tvö vítaskot og ef þú ætlar að klára leiki verðurðu að hitta ofan í þegar varnirnar herðast undir lok leiks. Njarðvík fékk níu villur á sig gegn nítján og það var augljóslega erfiðara að skora öðru megin,“ sagði Maté um sóknarleik Hauka í fjórða leikhluta. Maté var nokkuð ánægður með sóknarleikinn en fannst vörn Hauka afar léleg í kvöld. „Sóknarleikurinn var flottur þar til í brakinu þá stífnuðum við og fundum ekki lausnir. Menn voru seinir í því sem þeir voru að gera. Varnarlega var þetta sennilega versti leikurinn okkar frá því við töpuðum gegn Keflavík.“ „Stóru mennirnir okkar voru seinir í vegg og veltu vörn. Norbertas Giga var allt of staður en það má segja um alla sem spiluðu og þetta var hægt, lint og áhugalaust. Ég ætla ekki að kenna neinum um en ég ætla rétt að vona að þetta hafi verið stuttur fyrirvari og bikarprump hugmynd hjá mönnum. Maté hélt áfram að gagnrýna tímasetninguna á leiknum þar sem leikurinn var settur á með stuttum fyrirvara en Haukum var endanlega dæmdur sigur gegn Tindastól þann 1. desember. „Mér fannst bæði lið mæta til leiks í fyrri hálfleik eins og þeim væri drullusama um þennan leik. Staðan var 52-51 í hálfleik þar sem allir voru á hálfum hraða varnarlega en síðan langaði Njarðvík meira að komast áfram í bikarnum en okkur var alveg sama.“ „Tímasetningin er fín en ég hefði viljað fá hana á hreint miklu fyrr. Það hefði ekki breytt neinu fyrir okkur en mér fannst þetta áhugamennska,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, baðst undan viðtali eftir leik.
Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira