Boston lenti í vandræðum í Kanada en frábær þriðji leikhluti sneri leiknum þeim í hag á endanum vann liðið sannfærandi sigur, lokatölur 100-116.
Að venju voru það Jayson Tatum og Jaylen Brown sem fóru fyrir sínum mönnum. Tatum skorðai 31 stig og tók 12 fráköst á meðan Brown skoraði 22 stig ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Hjá Toronto var Pascal Siakam stigahæstur með 29 stig. Hann tók einnig 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Jayson Tatum's 31-point double-double fueled the @celtics as they became the first team to 20 wins this season! #BleedGreen
— NBA (@NBA) December 6, 2022
@jaytatum0: 31 PTS, 12 REB, 5 3PM pic.twitter.com/XrYICk2s7d
Luka Dončić sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Dallas Mavericks vann 19 stiga sigur á Phoenix Suns, 130-111. Slóveninn skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst í öruggum sigri Dallas sem hefur nú unnið 12 af 23 leikjum sínum á leiktíðinni. Dončić hefur nú skorað 30 stig eða meira í 17 af þeim 22 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Deandre Ayton var stigahæstur í liði Suns með 20 stig á meðan stórstjarnan Devin Booker skoraði aðeins 11 stig.
33 PTS | 6 REB | 8 AST | 2 BLK @luka7doncic dropped yet another 30-piece as he led the @dallasmavs to the win in a rematch of last szn's Western Conference Semis! #MFFL pic.twitter.com/X6YT9raqBK
— NBA (@NBA) December 6, 2022
Booker var ekki eina stjarna deildarinnar sem átti erfitt uppdráttar í nótt en Stephen Curry var langt frá sínu besta þegar meistaralið Golden State Warriors tapaði fyrir Indiana Pacers, 104-112.
Cirry skoraði aðeins 12 stig þrátt fyrir að spila 38 mínútur. Klay Thompson var hins vegar stigahæstur í liði Stríðsmannanna með 28 stig og Jordan Poole kom þar á eftir með 23 stig. Í sigurliðinu var nýliðinn Andrew Nembard stigahæstur með 31 stig. Hann gaf einnig 13 stoðsendingar.
31 PTS | 8 REB | 13 AST | 5 3PM @AndrewNembhard dropped career-highs across the board as he led the @Pacers to the W! #NBARooks | #BoomBaby pic.twitter.com/urvUeTTOVQ
— NBA (@NBA) December 6, 2022
Önnur úrslit
Houston Rockets 132-123 Philadelphia 76ers
Memphis Grizzlies 101-93 Miami Heat
Atlanta Hawks 114-121 Oklahoma City Thunder
Orlando Magic 102-109 Milwaukee Bucks
Charlotte Hornets 117-119 Los Angeles Clippers
The updated NBA Standings
— NBA (@NBA) December 6, 2022
For more, download the NBA App
https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/CY4qdUul06