Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2022 15:45 Tilraunaverkefnið varð til í kjölfar kjarasamninga árið 2019-2020. Fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar fékk KPMG til að vinna stöðumat um verkefnið. Vísir/Vilhelm Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Í kjölfar kjarasamninga 2019-2020 hafa stofnanir ríkisins haft heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í allt að 36 virkar vinnustundir. Helsta markmiðið var sagt umbætur í starfsemi stofnana en breytingarnar áttu ekki að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu, né leiða til breytinga á launum eða launakostnaði. Um er að ræða tilraunaverkefni sem meta á fyrir lok samningstímans. Rætt var við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um skýrsluna í dag. Hann sagði meðal annars að farið yrði í að brýna fyrir stofnunum að viðhalda skilvirkni og gæðum samhliða styttingu vinnutímans. Í skýrslu KPMG segir að flestar stofnanir telji að heimsfaraldur kórónuveiru hafi hrint af stað hröðum breytingum og nýjum viðhorfum í menningu og starfsemi hins opinbera. Innleiðing vinnutímabreytinga og hámarksstytting hafi þar af leiðandi verið töluvert auðveldari þar sem stofnanir voru knúnar til að breyta mörgu hjá sér t.d. með breyttri fundarmenningu, fjarfundum, fjarvinnu og því hvernig starfsumhverfi er skilgreint. Starfsfólk stofnana er almennt ánægt með þær breytingar sem gerðar hafa verið með innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki hækkað launakostnað þeirra 30 stofnana sem stöðumatið nær til. Einnig er þó bent á ýmis tækifæri til úrbóta og betri framkvæmdar verkefnisins. Þannig er nefnt að meirihluti stofnana hafi farið strax í hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgt væri eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Í ríkiskerfinu skorti árangurs- og framleiðnimælingar og almennt þurfi að skerpa á markmiðasetningu og auka yfirsýn stjórnenda á mælikvörðum og gæðum þjónustu og innleiða verklag í því sambandi. Þá er það mat KPMG að stofnanir séu margar hverjar hvorki af þeirri stærð, né hafi mannauð og skipulag til að takast á við jafn viðamiklar breytingar og verkefnið betri vinnutími gerir kröfur um. Knappur undirbúningstími hafi ekki hjálpað til og stofnanir ekki náð fyllilega að knýja fram umbætur áður en vinnutímabreytingarnar komu til framkvæmda. Í skýrslunni eru eftirfarandi tækifæri til umbóta dregin fram: bætt nýting verkfæra um opinber fjármál aukinn stuðningur við stofnanir efld árangursstjórnun og eftirfylgni ráðuneyta samstillt rekstrarmódel með aukinni skilvirkni og samræmingu í stofnanakerfinu aukin áhersla á þjónustu og virðisaukandi starfsemi Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ætla að nýta niðurstöður stöðumatsins við næstu kjarasamningsgerð ásamt því að leggja áfram á það áherslu að styrkja stofnanakerfið og gera það burðugra til þess að sinna sínum kjarnaverkefnum. Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45 Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00 Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í kjölfar kjarasamninga 2019-2020 hafa stofnanir ríkisins haft heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í allt að 36 virkar vinnustundir. Helsta markmiðið var sagt umbætur í starfsemi stofnana en breytingarnar áttu ekki að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu, né leiða til breytinga á launum eða launakostnaði. Um er að ræða tilraunaverkefni sem meta á fyrir lok samningstímans. Rætt var við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um skýrsluna í dag. Hann sagði meðal annars að farið yrði í að brýna fyrir stofnunum að viðhalda skilvirkni og gæðum samhliða styttingu vinnutímans. Í skýrslu KPMG segir að flestar stofnanir telji að heimsfaraldur kórónuveiru hafi hrint af stað hröðum breytingum og nýjum viðhorfum í menningu og starfsemi hins opinbera. Innleiðing vinnutímabreytinga og hámarksstytting hafi þar af leiðandi verið töluvert auðveldari þar sem stofnanir voru knúnar til að breyta mörgu hjá sér t.d. með breyttri fundarmenningu, fjarfundum, fjarvinnu og því hvernig starfsumhverfi er skilgreint. Starfsfólk stofnana er almennt ánægt með þær breytingar sem gerðar hafa verið með innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki hækkað launakostnað þeirra 30 stofnana sem stöðumatið nær til. Einnig er þó bent á ýmis tækifæri til úrbóta og betri framkvæmdar verkefnisins. Þannig er nefnt að meirihluti stofnana hafi farið strax í hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgt væri eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Í ríkiskerfinu skorti árangurs- og framleiðnimælingar og almennt þurfi að skerpa á markmiðasetningu og auka yfirsýn stjórnenda á mælikvörðum og gæðum þjónustu og innleiða verklag í því sambandi. Þá er það mat KPMG að stofnanir séu margar hverjar hvorki af þeirri stærð, né hafi mannauð og skipulag til að takast á við jafn viðamiklar breytingar og verkefnið betri vinnutími gerir kröfur um. Knappur undirbúningstími hafi ekki hjálpað til og stofnanir ekki náð fyllilega að knýja fram umbætur áður en vinnutímabreytingarnar komu til framkvæmda. Í skýrslunni eru eftirfarandi tækifæri til umbóta dregin fram: bætt nýting verkfæra um opinber fjármál aukinn stuðningur við stofnanir efld árangursstjórnun og eftirfylgni ráðuneyta samstillt rekstrarmódel með aukinni skilvirkni og samræmingu í stofnanakerfinu aukin áhersla á þjónustu og virðisaukandi starfsemi Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ætla að nýta niðurstöður stöðumatsins við næstu kjarasamningsgerð ásamt því að leggja áfram á það áherslu að styrkja stofnanakerfið og gera það burðugra til þess að sinna sínum kjarnaverkefnum. Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal
Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45 Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00 Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45
Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00
Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47