„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. desember 2022 07:01 Frá og með 1.janúar 2023 verður öllum skylt að flokka sorp í fjóra flokka: a) matarleifar b) pappír c) plast d) almennt rusl. Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu segir breytingu á persónulegri hegðun vissulega vera erfiða í fyrstu. Að sporna gekk loftlagsvánni er hins vegar stærsta verkefni mannskynsins og því brýnt að allir leggist á eitt með að vel takist til. Vísir/Vilhelm „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar. Því fyrir um sextíu árum síðan var hringrásarhagkerfið á Íslandi nánast fullkomið. Við nýttum hlutina vel, keyptum minna, vorum dugleg að laga hlutina og lánuðum hvert öðru meira til að deila notkun.“ Umræðuefnið er lagasetning sem tekur gildi þann 1.janúar næstkomandi og felur meðal annars í sér að á höfuðborgarsvæðinu verður samrýmt öll söfnun og flokkun á sorpi. Heimili og fyrirtæki á öllu landinu fara þá að flokka í fjórar tunnur: a) matarleifar b) pappír c) plast og d) almennt rusl. Innleiðingin fer fram í vor og mun standa fram á haust. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um loftlags- og umhverfismál. Erum að henda verðmætum Til margra ára hefur flokkun sem þessi verið til staðar hjá mörgum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Að flokkun sé loksins að raungerast á höfuðborgarsvæðinu segir Freyr risastórt verkefni sem allir þurfi að leggjast á eitt með að gangi sem best upp. Enda til mikils að vinna. „Úr lífrænum úrgangi erum við til dæmis að framleiða metangas, sem er uppselt hjá okkur. Því eftirspurnin eins og staðan er í dag er mun meiri en framboðið.“ Til að setja hlutina í samhengi má nefna að þegar lífrænn úrgangur er urðaður, myndast mikið magn af metangasi þar sem lífræni úrgangurinn brotnar niður í óæskilegum loftfirrtum aðstæðum. Metangas er hins vegar gróðurhúsalofttegund sem hefur 25 sinnum hættulegri áhrif en koltvísýringur. Með urðun á lífrænum úrgangi tapast líka tækifæri til að nýta næringarefnunum í lífræna úrganginum fyrir hringrásarhagkerfið. Til dæmis með því að nýta hann í moltu. „Við stefnum til dæmis að því að nota moltu í landgræðslu- og skógrækt.“ Freyr segir verkefnið sem slíkt í raun vera samvinnuverkefni allra: Almennings, atvinnulífs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Allir sem einn þurfi að koma að verkefninu og leggja sitt fram þannig að best takist til. „Það er alltaf erfitt að breyta persónulegri hegðun og það að byrja að flokka sorp er vissulega breyting á hegðun. En ég líki þessu stundum við það þegar Íslendingar fóru að bursta tennurnar fyrir um 100 árum síðan. Það var átak á sínum tíma að fara allt í einu að gera það tvisvar á dag. Það sama er með flokkunina. Þetta er smá átak fyrst þegar við erum að venjast því og auðvitað munum við stundum gera mistök og flokka eitthvað vitlaust. En aðalmálið er að flokka samt eftir bestu getu og áður en við vitum af, verða allir jafn vanir því og að bursta tennurnar.“ Þá segir Freyr það afar ánægjulegt að höfuðborgarsvæðið hafi sameinast um að fara í samræmdar aðgerðir. Þar sem flokkun á sorpi, merkingar og annað verður eins hjá öllum sveitarfélögunum: Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. „Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni hafa flokkað sorp lengi og verið til fyrirmyndar. En flokkunarkerfin geta verið ólík á milli sveitarfélaga sem ruglar fólk. Það ef flokkun er ein í Reykjavík, önnur í bústað í Grímsnesi og enn önnur ef þú ferð á skíði á Akureyri ruglar fólk. Ég geri mér því vonir um að á endanum verði flokkun samræmd fyrir landið allt.“ Freyr segir mikilvægt að fólk og fyrirtæki líti á allt sem verðmæta auðlind. Að henda hlutum sé því eins og að henda auðlindum. Á Norðurlöndunum eru raftækjaverslanir og fataverslanir í mun meira mæli farnar að taka við notuðum vörum frá viðskiptavinum í samanburði við hér. Freyr vill hraða þessari þróun og hvetur framleiðendur einnig til að huga að hönnun sem gerir ráð fyrir endurnýtingu.Vísir/Vilhelm Að byggja upp innviði „Á næsta ári verður lögleitt nýtt kerfi, Borgað þegar hent er, sem byggir á mengunarbótarreglunni; sá sem mengar þarf að borga. Þetta tel ég að eigi eftir að hafa gífurlega jákvæð áhrif því mjög líklegt er að fólk og fyrirtæki fari þá að passa að henda minna, til þess að þurfa ekki að borga,“ segir Freyr. Hann segir Íslendinga almennt ekki hafa dregið nógu mikið úr því að henda hlutum. Þróunin hafi verið sú að fyrst hafi verið smá samdráttur um eða upp úr hrun, síðan hafi fólk farið að henda aftur í meira mæli og toppnum náð í kringum 2017 til 2018. „Síðan þá höfum við dregið aðeins úr því magni sem hent er, en ég held samt að með þeim lagasetningum sem eru að taka gildi núna um áramótin á næsta ári verði áþreifanlegri breyting. Að minnka verulega magnið sem hent er, er það sem við viljum sjá hjá Sorpu,“ segir Freyr og bendir líka á deilihagkerfið. Það felist ávinningur í því að samnýta alla hluti eins og hægt er. Þá segir Freyr mikilvægt að farið verði að huga að innviðabyggingum fyrir hringrásarhagkerfið. Hann nefnir Hér er ég að tala um innviði sem hægt er að kalla endurvinnsluiðnað. Í dag erum við með GAJU gas- og jarðgerðarstöðina í Álfsnesi, sem getur endurunnið lífrænan úrgang. En ég sé fyrir mér að næstu skref séu að fara að huga að líforkuverum, metangasframleiðslu fyrir landið allt og svo framvegis,“ segir Freyr og bætir við: „Þá erum við að komast nær því í dag að hér sé hægt að endurvinna úr plasti á hagstæðari máta en lengi var. Í plastendurvinnslu erum við reyndar með mjög ábyrga aðila á Norðurlöndunum sem taka við mesta plastinu frá okkur. En allir innviðir sem við byggjum upp sjálf geta vegið þungt og líka leitt til þess að við þurfum ekki lengur að flytja svona mikið inn eins og nú er gert.“ Freyr segir líka mikilvægt að atvinnulífið breyti um takt í framleiðslu þannig að framleiðsla taki meira mið af því að hægt sé að endurnýta hlutina frekar en að þeim sé hent. Á Norðurlöndunum sé það líka orðið mun víðtækara að bæði raftækjaverslanir og fataverslanir séu að taka við notuðum vörum frá viðskiptavinum, til þess að tryggja endurvinnslu. Þessa þróun vilji hann sjá að verði hraðari á Íslandi. „Auðvitað mun það kosta tíma og fjármagn í upphafi að fara í þær breytingar hjá fyrirtækjum að endurhanna vörur og þjónustu fyrir hringrásarhagkerfið. Á móti kemur að þetta er allra hagur til langs tíma. Ekki aðeins með tilliti til loftlags- og umhverfismála heldur getur það varla talist góð viðskipti að henda svona miklum verðmætum eins og við erum að gera núna. Loftlagsverkefnið er stærsta verkefni mannskynsins og þess vegna skiptir svo miklu máli að allir leggist á eitt við að byggja hér upp gott og skilvirkt hringrásarhagkerfi.“ Samfélagsleg ábyrgð Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01 Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01 Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar. Því fyrir um sextíu árum síðan var hringrásarhagkerfið á Íslandi nánast fullkomið. Við nýttum hlutina vel, keyptum minna, vorum dugleg að laga hlutina og lánuðum hvert öðru meira til að deila notkun.“ Umræðuefnið er lagasetning sem tekur gildi þann 1.janúar næstkomandi og felur meðal annars í sér að á höfuðborgarsvæðinu verður samrýmt öll söfnun og flokkun á sorpi. Heimili og fyrirtæki á öllu landinu fara þá að flokka í fjórar tunnur: a) matarleifar b) pappír c) plast og d) almennt rusl. Innleiðingin fer fram í vor og mun standa fram á haust. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um loftlags- og umhverfismál. Erum að henda verðmætum Til margra ára hefur flokkun sem þessi verið til staðar hjá mörgum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Að flokkun sé loksins að raungerast á höfuðborgarsvæðinu segir Freyr risastórt verkefni sem allir þurfi að leggjast á eitt með að gangi sem best upp. Enda til mikils að vinna. „Úr lífrænum úrgangi erum við til dæmis að framleiða metangas, sem er uppselt hjá okkur. Því eftirspurnin eins og staðan er í dag er mun meiri en framboðið.“ Til að setja hlutina í samhengi má nefna að þegar lífrænn úrgangur er urðaður, myndast mikið magn af metangasi þar sem lífræni úrgangurinn brotnar niður í óæskilegum loftfirrtum aðstæðum. Metangas er hins vegar gróðurhúsalofttegund sem hefur 25 sinnum hættulegri áhrif en koltvísýringur. Með urðun á lífrænum úrgangi tapast líka tækifæri til að nýta næringarefnunum í lífræna úrganginum fyrir hringrásarhagkerfið. Til dæmis með því að nýta hann í moltu. „Við stefnum til dæmis að því að nota moltu í landgræðslu- og skógrækt.“ Freyr segir verkefnið sem slíkt í raun vera samvinnuverkefni allra: Almennings, atvinnulífs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Allir sem einn þurfi að koma að verkefninu og leggja sitt fram þannig að best takist til. „Það er alltaf erfitt að breyta persónulegri hegðun og það að byrja að flokka sorp er vissulega breyting á hegðun. En ég líki þessu stundum við það þegar Íslendingar fóru að bursta tennurnar fyrir um 100 árum síðan. Það var átak á sínum tíma að fara allt í einu að gera það tvisvar á dag. Það sama er með flokkunina. Þetta er smá átak fyrst þegar við erum að venjast því og auðvitað munum við stundum gera mistök og flokka eitthvað vitlaust. En aðalmálið er að flokka samt eftir bestu getu og áður en við vitum af, verða allir jafn vanir því og að bursta tennurnar.“ Þá segir Freyr það afar ánægjulegt að höfuðborgarsvæðið hafi sameinast um að fara í samræmdar aðgerðir. Þar sem flokkun á sorpi, merkingar og annað verður eins hjá öllum sveitarfélögunum: Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. „Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni hafa flokkað sorp lengi og verið til fyrirmyndar. En flokkunarkerfin geta verið ólík á milli sveitarfélaga sem ruglar fólk. Það ef flokkun er ein í Reykjavík, önnur í bústað í Grímsnesi og enn önnur ef þú ferð á skíði á Akureyri ruglar fólk. Ég geri mér því vonir um að á endanum verði flokkun samræmd fyrir landið allt.“ Freyr segir mikilvægt að fólk og fyrirtæki líti á allt sem verðmæta auðlind. Að henda hlutum sé því eins og að henda auðlindum. Á Norðurlöndunum eru raftækjaverslanir og fataverslanir í mun meira mæli farnar að taka við notuðum vörum frá viðskiptavinum í samanburði við hér. Freyr vill hraða þessari þróun og hvetur framleiðendur einnig til að huga að hönnun sem gerir ráð fyrir endurnýtingu.Vísir/Vilhelm Að byggja upp innviði „Á næsta ári verður lögleitt nýtt kerfi, Borgað þegar hent er, sem byggir á mengunarbótarreglunni; sá sem mengar þarf að borga. Þetta tel ég að eigi eftir að hafa gífurlega jákvæð áhrif því mjög líklegt er að fólk og fyrirtæki fari þá að passa að henda minna, til þess að þurfa ekki að borga,“ segir Freyr. Hann segir Íslendinga almennt ekki hafa dregið nógu mikið úr því að henda hlutum. Þróunin hafi verið sú að fyrst hafi verið smá samdráttur um eða upp úr hrun, síðan hafi fólk farið að henda aftur í meira mæli og toppnum náð í kringum 2017 til 2018. „Síðan þá höfum við dregið aðeins úr því magni sem hent er, en ég held samt að með þeim lagasetningum sem eru að taka gildi núna um áramótin á næsta ári verði áþreifanlegri breyting. Að minnka verulega magnið sem hent er, er það sem við viljum sjá hjá Sorpu,“ segir Freyr og bendir líka á deilihagkerfið. Það felist ávinningur í því að samnýta alla hluti eins og hægt er. Þá segir Freyr mikilvægt að farið verði að huga að innviðabyggingum fyrir hringrásarhagkerfið. Hann nefnir Hér er ég að tala um innviði sem hægt er að kalla endurvinnsluiðnað. Í dag erum við með GAJU gas- og jarðgerðarstöðina í Álfsnesi, sem getur endurunnið lífrænan úrgang. En ég sé fyrir mér að næstu skref séu að fara að huga að líforkuverum, metangasframleiðslu fyrir landið allt og svo framvegis,“ segir Freyr og bætir við: „Þá erum við að komast nær því í dag að hér sé hægt að endurvinna úr plasti á hagstæðari máta en lengi var. Í plastendurvinnslu erum við reyndar með mjög ábyrga aðila á Norðurlöndunum sem taka við mesta plastinu frá okkur. En allir innviðir sem við byggjum upp sjálf geta vegið þungt og líka leitt til þess að við þurfum ekki lengur að flytja svona mikið inn eins og nú er gert.“ Freyr segir líka mikilvægt að atvinnulífið breyti um takt í framleiðslu þannig að framleiðsla taki meira mið af því að hægt sé að endurnýta hlutina frekar en að þeim sé hent. Á Norðurlöndunum sé það líka orðið mun víðtækara að bæði raftækjaverslanir og fataverslanir séu að taka við notuðum vörum frá viðskiptavinum, til þess að tryggja endurvinnslu. Þessa þróun vilji hann sjá að verði hraðari á Íslandi. „Auðvitað mun það kosta tíma og fjármagn í upphafi að fara í þær breytingar hjá fyrirtækjum að endurhanna vörur og þjónustu fyrir hringrásarhagkerfið. Á móti kemur að þetta er allra hagur til langs tíma. Ekki aðeins með tilliti til loftlags- og umhverfismála heldur getur það varla talist góð viðskipti að henda svona miklum verðmætum eins og við erum að gera núna. Loftlagsverkefnið er stærsta verkefni mannskynsins og þess vegna skiptir svo miklu máli að allir leggist á eitt við að byggja hér upp gott og skilvirkt hringrásarhagkerfi.“
Samfélagsleg ábyrgð Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01 Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01 Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00
Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00
Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01
Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00