Fyrrverandi forseti og varaforseti Gvatemala í sextán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 10:15 Otto Perez var forseti Gvatemala á árinu 2012 til 2015. Getty Dómstóll í Gvatemala hefur dæmt forsetann fyrrverandi, Otto Perez, og varaforsetann Roxana Baldetti, í sextán ára fangelsi fyrir fjárkúgun og tollsvik. Hinn 72 ára Perez neitaði sök í málinu og sagði sakfellinguna „án nokkurra sannanna“. Hann hyggst áfrýja dómnum. Perez tók við embætti forseta Gvatemala árið 2012 en var bolað frá völdum árið 2015, fáeinum mánuðum áður en kjörtímabilið hans var á enda. Í frétt DW segir að Perez og Baldetti hafi verið sökuð um að hafa farið fyrir hópi tollsvikara sem var sagt hafa stolið andvirði um 3,5 milljóna Bandaríkjadala úr opinberum sjóðum. Á hópurinn að hafa fyrir hönd innflytjenda staðið fyrir mútugreiðslum til að forðast greiðslu tolla. Perez og Baldetti voru sakfelld af ákæru um fjárkúgun og tollsvik, en sýknuð af þeim ákærulið sem sneri að því að hafa auðgast persónulega á ólöglegan hátt. Roxana Baldetti, fyrrverandi varaforseti Gvatemala.Getty La Linea Málið hefur gengið undir nafninu „La Linea“ í Gvatemala. Það var alþjóðleg rannsóknarnefnd, sem naut stuðnings Sameinuðu þjóðanna, sem hóf upphaflega rannsókn á málinu. Nefndin var lögð niður af þáverandi forseta, Jimmy Morales, þegar nefndin hóf rannsókn á hans málum árið 2019. Perez hefur setið í fangelsi síðustu sjö árin á meðan dóms hefur verið beðið í málinu. Baldetti var dæmd í fimmtán ára fangelsi í öðru svikamáli árið 2018. Perez og Bladetti var jafnframt gert að greiða háar fjárhæðir í sekt vegna málsins. Gvatemala Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hinn 72 ára Perez neitaði sök í málinu og sagði sakfellinguna „án nokkurra sannanna“. Hann hyggst áfrýja dómnum. Perez tók við embætti forseta Gvatemala árið 2012 en var bolað frá völdum árið 2015, fáeinum mánuðum áður en kjörtímabilið hans var á enda. Í frétt DW segir að Perez og Baldetti hafi verið sökuð um að hafa farið fyrir hópi tollsvikara sem var sagt hafa stolið andvirði um 3,5 milljóna Bandaríkjadala úr opinberum sjóðum. Á hópurinn að hafa fyrir hönd innflytjenda staðið fyrir mútugreiðslum til að forðast greiðslu tolla. Perez og Baldetti voru sakfelld af ákæru um fjárkúgun og tollsvik, en sýknuð af þeim ákærulið sem sneri að því að hafa auðgast persónulega á ólöglegan hátt. Roxana Baldetti, fyrrverandi varaforseti Gvatemala.Getty La Linea Málið hefur gengið undir nafninu „La Linea“ í Gvatemala. Það var alþjóðleg rannsóknarnefnd, sem naut stuðnings Sameinuðu þjóðanna, sem hóf upphaflega rannsókn á málinu. Nefndin var lögð niður af þáverandi forseta, Jimmy Morales, þegar nefndin hóf rannsókn á hans málum árið 2019. Perez hefur setið í fangelsi síðustu sjö árin á meðan dóms hefur verið beðið í málinu. Baldetti var dæmd í fimmtán ára fangelsi í öðru svikamáli árið 2018. Perez og Bladetti var jafnframt gert að greiða háar fjárhæðir í sekt vegna málsins.
Gvatemala Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira