Erlent

Neyðar­á­stand á Jamaíka vegna of­beldis­glæpa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Andrew Holness var fyrst kjörinn forseti árið 2016.
Andrew Holness var fyrst kjörinn forseti árið 2016. Getty/Anna Moneymaker

Forsætisráðherra Jamaíka hefur lýst yfir neyðarástandi í meirihluta landsins vegna hárrar tíðni ofbeldisglæpa. Lögreglan í landinu hefur nú heimild til að handtaka fólk og leita í byggingum án þar til gerðar heimildar.

Morðtíðni á Jamaíka er ein sú hæsta í Karíbahafinu og hafa glæpir þar sem ofbeldi er beitt orðið síalgengari. Andrew Holness, forsætisráðherra landsins, hefur skorið upp herör gegn ofbeldisglæpum.

„Allir Jamaíkar ættu að geta notið jólanna án þess að eiga í hættu á að verða fyrir ofbeldi. Við stöndum frammi fyrir mikilli ógn og við verðum að nýta okkur alla krafta sem við höfum,“ hefur CNN eftir Holness. 

Hluti af aðgerðunum sem Holness boðaði er að lögreglan fær leyfi til að handtaka fólk og leita í húsnæði fólks án þess að þurfa að fara í gegnum dómara til að fá leyfi til þess hjá dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×