Enrique hættir með Spánverja Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 12:00 Enrique segir adios. Denis Doyle/Getty Images Luis Enrique hefur sagt af sér sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta eftir slakan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Katar. Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið. Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið. OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd— RFEF (@rfef) December 8, 2022 Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var. Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu. Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin. Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar. HM 2022 í Katar Spænski boltinn Tengdar fréttir Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01 Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið. Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið. OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd— RFEF (@rfef) December 8, 2022 Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var. Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu. Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin. Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar.
HM 2022 í Katar Spænski boltinn Tengdar fréttir Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01 Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01
Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01