„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. desember 2022 20:49 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Vilhelm Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik. „Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap. Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap.
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08