Þetta fullyrða úkraínskir ráðamenn sem segja að hættan á kjarnorkuslysi hafi því aukist á svæðinu. Auk þess gerir staðsetning skotpallanna Úkraínumönnum erfitt fyrir því ekki er hægt að eyða þeim án þess að setja verið í hættu.
Kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og segir úkraínska fyrirtækið Energoatom sem rekur verið að Rússar hafi stóaraukið hættuna á slysi í verinu með framgöngu sinni.
Þeir taka fram að hættan á stórfelldu slysi í verinu sé þó ekki mikil í ljósi þess að búið er að slökkva á öllum sex kjarnakljúfum versins en hættan á að geislavirk efni leki út í andrúmsloftið verði verið fyrir skemmdum er þó til staðar og hefur nú aukist.