Fullt tilefni til fyrirspurnar um vanvirðandi framkomu ráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 12:05 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fullt tilefni á bak við fyrirspurn sína til forsætisráðherra um vanvirðandi framkomu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segist ekki hafa fengið formlega kvörtun en þó eiga ýmis óformleg samtöl um samskipti innan ráðuneytanna. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira