„Látið Cristiano Ronaldo í friði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 14:01 Cristiano Ronaldo þakkar fyrir sendingu í síðasta leik Portúgala. AP/Natacha Pisarenko Landsliðsþjálfari Portúgala segir að það sé kominn tími á það að leyfa Cristiano Ronaldo að fá að vera í friði. Fernando Santos var alveg búinn að fá nóg af Ronaldo spurningum á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn í átta liða úrslitum á HM á móti Marokkó. Fernando Santos wants everyone to leave Cristiano Ronaldo alone pic.twitter.com/VS26VF3EF6— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022 Ronaldo er andlit landsliðs Portúgals og þá skiptir litlu þótt að hann sé í byrjunarliðinu eða á bekknum. Allt í kringum þennan frábæra leikmann er frétt enda lokaspretturinn hjá einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Santos fór vel yfir það hvað fór á milli hans og fyrirliðans í aðdraganda þess að Ronaldo þurfti að dúsa á bekknum á móti Sviss í sextán liða úrslitunum. „Ég talaði við hann eftir hádegismat á leikdegi þar sem ég bauð honum á skrifstofuna mína,“ sagði Fernando Santos „Að sjálfsögðu var Ronaldo ekki ánægður með þetta enda hefur hann alltaf verið byrjunarliðsmaður,“ sagði Santos. „Hann sagði mér: Heldur þú virkilega að þetta sé góð hugmynd? Við áttu eðlilegt samtal þar sem ég útskýrði fyrir honum mínar ástæður og auðvitað sætti hann sig við þær. Við áttum hreinskilið og venjulegt samtal,“ sagði Santos. Fernando Santos has revealed Cristiano Ronaldo asked him whether it was really a good idea to drop him for Portugal s game against Switzerland. pic.twitter.com/esBINvk5PR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 9, 2022 „Hann sagði aldrei við mig að hann vildi hætta í landsliðinu og nú er komið til að við hættum að ræða þetta,“ sagði Santos. „Hann ákvað að hita upp með liðsfélögunum og fagnaði öllum mörkunum sem við skoruðum. Í lokin var það hann sem bað liðsfélaga sína um að þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn,“ sagði Santos. „Það er kominn tíminn að þið látið Cristiano Ronaldo í friði. Á hverjum blaðamannafundi eru níutíu prósent spurninganna um Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos. „Látið Cristiano Ronaldo í friði. Hann á þetta ekki skilið eftir allt sem hann hefur gert fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði Santos. Portúgal vann 6-1 sigur á Sviss þar sem Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Fernando Santos var alveg búinn að fá nóg af Ronaldo spurningum á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn í átta liða úrslitum á HM á móti Marokkó. Fernando Santos wants everyone to leave Cristiano Ronaldo alone pic.twitter.com/VS26VF3EF6— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022 Ronaldo er andlit landsliðs Portúgals og þá skiptir litlu þótt að hann sé í byrjunarliðinu eða á bekknum. Allt í kringum þennan frábæra leikmann er frétt enda lokaspretturinn hjá einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Santos fór vel yfir það hvað fór á milli hans og fyrirliðans í aðdraganda þess að Ronaldo þurfti að dúsa á bekknum á móti Sviss í sextán liða úrslitunum. „Ég talaði við hann eftir hádegismat á leikdegi þar sem ég bauð honum á skrifstofuna mína,“ sagði Fernando Santos „Að sjálfsögðu var Ronaldo ekki ánægður með þetta enda hefur hann alltaf verið byrjunarliðsmaður,“ sagði Santos. „Hann sagði mér: Heldur þú virkilega að þetta sé góð hugmynd? Við áttu eðlilegt samtal þar sem ég útskýrði fyrir honum mínar ástæður og auðvitað sætti hann sig við þær. Við áttum hreinskilið og venjulegt samtal,“ sagði Santos. Fernando Santos has revealed Cristiano Ronaldo asked him whether it was really a good idea to drop him for Portugal s game against Switzerland. pic.twitter.com/esBINvk5PR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 9, 2022 „Hann sagði aldrei við mig að hann vildi hætta í landsliðinu og nú er komið til að við hættum að ræða þetta,“ sagði Santos. „Hann ákvað að hita upp með liðsfélögunum og fagnaði öllum mörkunum sem við skoruðum. Í lokin var það hann sem bað liðsfélaga sína um að þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn,“ sagði Santos. „Það er kominn tíminn að þið látið Cristiano Ronaldo í friði. Á hverjum blaðamannafundi eru níutíu prósent spurninganna um Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos. „Látið Cristiano Ronaldo í friði. Hann á þetta ekki skilið eftir allt sem hann hefur gert fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði Santos. Portúgal vann 6-1 sigur á Sviss þar sem Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt.
HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“