Þægilegt hjá Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 15:31 Glódís Perla í leik Bayern og Barcelona fyrir ekki svo löngu síðan. Eric Alonso/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir lék að venju allan leikinn í hjarta varnar Bayern München þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bayern vann magnaðan 3-1 sigur á Barcelona í vikunni og sýndi einkar fagmannlega frammistöðu í dag. Hin enska Georgia Stanway kom Bayern yfir eftir hálftíma leik en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Sydney Lohmann bætti við öðru markinu eftir klukkustundarleik, staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Mjög yfirveguð frammistaða hjá Bayern sem heldur þar með pressu á toppliði Wolfsburg. Erfolgreich in die #DieLiga-Winterpause! Die #FCBFrauen konnten gegen den Tabellensechsten aus Leverkusen einen 2:0-Heimsieg feiern. Alle Infos im Spielbericht: https://t.co/FVsxa5UgMe#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/dMKNLV8nIr— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 10, 2022 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í meistaraliði Wolfsburg eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 27 stig að loknum 9 leikjum. Bayern er í 2. sæti með 25 stig að loknum 10 leikjum. Glódís Perla lék eins og áður sagði allan leikinn en hún var eini Íslendingurinn í leikmannahópi liðsins að þessu sinni þar sem þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttur voru hvergi sjáanlegar í dag. Það styttist í að Karólína Lea snúi aftur en á morgun, sunnudag, birtist stutt viðtal við hana hér á Vísi um meiðslin sem hafa aftrað henni undanfarna mánuði og hvenær hún verður klár í slaginn. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Bayern vann magnaðan 3-1 sigur á Barcelona í vikunni og sýndi einkar fagmannlega frammistöðu í dag. Hin enska Georgia Stanway kom Bayern yfir eftir hálftíma leik en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Sydney Lohmann bætti við öðru markinu eftir klukkustundarleik, staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Mjög yfirveguð frammistaða hjá Bayern sem heldur þar með pressu á toppliði Wolfsburg. Erfolgreich in die #DieLiga-Winterpause! Die #FCBFrauen konnten gegen den Tabellensechsten aus Leverkusen einen 2:0-Heimsieg feiern. Alle Infos im Spielbericht: https://t.co/FVsxa5UgMe#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/dMKNLV8nIr— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 10, 2022 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í meistaraliði Wolfsburg eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 27 stig að loknum 9 leikjum. Bayern er í 2. sæti með 25 stig að loknum 10 leikjum. Glódís Perla lék eins og áður sagði allan leikinn en hún var eini Íslendingurinn í leikmannahópi liðsins að þessu sinni þar sem þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttur voru hvergi sjáanlegar í dag. Það styttist í að Karólína Lea snúi aftur en á morgun, sunnudag, birtist stutt viðtal við hana hér á Vísi um meiðslin sem hafa aftrað henni undanfarna mánuði og hvenær hún verður klár í slaginn.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira