Fótbolti

Jóhann Berg kom Burnley á bragðið og liðið styrkti stöðu sína á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu í leik dagsins.
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu í leik dagsins. Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrsta mark Burnley er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn QPR í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Jóhann Berg og félagar eru nú með þriggja stiga forskot á toppnum eftir sigurinn.

Jóhann Berg kom gestunum í Burnley yfir eftir rétt tæplega tuttugu mínútna leik með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu áðu en Ian Maatsen sá til þess að liðið fór með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Það var svo Nathan Tella sem innsiglaði sigur Burnley með marki á 71. mínútu leiksins og niðurstaðan því 0-3 sigur gestanna.

Burnley trónir því á toppi ensku B-deildarinnar með 44 stig eftir 22 leiki, þremur stigum meira en Sheffield United sem situr í öðru sætinu. QPR situr hins vegar í níunda sæti deildarinnar með 31 stig og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×