Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2022 21:02 Kanada lagði til herþotu til að flytja vetrarbúnaðinn og sjúkragögnin til Úkraínu. Vísir/Hallgerður Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. Níu tonn af vetrarbúnaði voru um borð í kanadískri herflugvél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli til Úkraínu í dag. Þar mátti meðal annars finna sjúkragögn, hlífðarfatnað frá íslenskum útivistarfyrirtækjum, eins og 66°C, Dynjanda og Fjallakofanum, en ekki síst heimaprjónuð vetrarklæði sem var afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga. Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra efast að þetta verði eina fatasendingin frá Íslandi til Úkraínu.Vísir/Sigurjón „Það er auðvitað það sem er, í mínum huga, ekki bara táknrænt heldur er það raunverulegt framlag og við höfum fengið að heyra það innnan úr höfuðstöðvum NATO að hlýr fatnaður sem raunverulega tryggir hlýja kroppa eru jafn mikilvægir og vopnin sem hermenn þurfa að hafa til að geta tekið til varnar Úkraínu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. „Þetta er auðvitað mikið samstarfsverkefni. Við erum hérna í samstarfi við kanadíska herinn og aðila hérna á Íslandi. Landhelgisgæslan hefur staðið framúrskarandi vel að utanumhaldi og skipulagningu á þessu verkefni,“ bætir Þórdís við. Tonnunum níu af vörum frá Íslandi var komið fyrir í herþotunni, sem flaug af stað með varninginn til Úkraínu síðdegis.Vísir/Sigurjón Sérðu fyrir þér að þetta verði gert aftur? „Mér finnst það ekki ólíklegt. Ég sé fyrir mér að áfram verði þörf á hlýjum fötum enda köldustu vikurnar rétt að byrja.“ Andlegi stuðningurinn ekki síst mikilvægur Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún hélt svo áfram til Úkraínu, þar sem hún lendir í kvöld, hlaðin þessum prjónavörum. Þar eru 3.500 lopasokkar frá hópnum Sendum hlýju og minnst 1.400 lopapeysur og -teppi sem íslenskt og úkraínskt handavinnufólk hefur prjónað á svonefndum hannyrðahittingum eða gefið í söfnunina. „Það er svo dásamlegt hvað Íslendingar hafa tekið öflugan þátt. Fólk út um allt land frá elliheimilum, skólum og fólk sem hefur verið að framleiða til að selja og ákvað að gefa, mikið magn í sumum tilvikum,“ segir Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliði hjá Sendum hlýju. Heiðrún Hauksdóttir hefur stjórnað Sendum hlýju verkefninu, sem leggur til 3.500 lopasokka.Vísir/Sigurjón „Þetta eru svo mikilvæg skilaboð. Við erum að senda hlýju, ekki bara eiginlegri merkingu, heldur andlegi stuðningurinn. Að þú finnir að einhver nyrst í heimi hafi sent þetta og haft fyrir að prjóna.“ Vildu senda ættingjunum hlý föt Margir sjálfboðaliðanna eru úkraínskar konur sem byrjuðu á að senda ættingjum hlý föt. „Það eru svona tutttugu úkraínskar konur sem koma reglulega. Við byrjuðum í vor og síðan hafa margar fengið vinnu, svo hætta þær og þá koma nýjar í staðin. Við erum búin að fá rosalega mikið gefins frá fólkinu í landinu,“ segir Birgit Raschhofer, sjálfboðaliði. Birgit stofnaði hannyrðahóp fyrir Úkraínumenn ásamt nokkrum öðrum íslenskum konum eftir að ung flóttakona leitaði til hennar. Anna Margrét Jóhannsdóttir, Birgit Raschhofer og Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliðar.Vísir/Sigurjón „Hún var nýkomin, átti engin föt og sonur hennar sem var fjögurra mánaða átti heldur engin föt. Svo fór ég með föt til hennar og sá að það var fullt af úkraínskum konum í miðstöð úkraínskra flóttamanna í Guðrúnartúni sem höfðu ekkert að gera. Þá sendi ég út skeyti á Facebook og bað um smá garn og prjóna og fór með til þeirra,“ segir Birgit. „Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara vitleysa, við ættum bara að hafa prjónakvöld.“ Birgit hefur farið fyrir hópi íslenskra og úkraínskra kvenna sem hittist vikulega og vinnur handavinnu.Vísir/Sigurjón Mikið samfélag hafi skapast í kringum hópinn, sérstaklega þegar ástandið úti er slæmt og margar konur heyra jafnvel ekki frá mönnunum sínum og börnum í marga daga í senn. „Af því þeir komast ekki í net eða síma. Þá fá þær hjá okkur faðmlag og öxl til að gráta á,“ segir Birgit. Konurnar hafi margar viljað senda ættingjum sínum í Úkraínu hlý föt fyrir veturinn. „Svo rúllaði boltinn og hann stækkaði og stækkaði. Svo fór Utanríkisráðuneytið í Sendum hlýju verkefnið með sokkana og þeir samþykktu að senda allt sem við söfnuðum með.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Landhelgisgæslan Handverk Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Níu tonn af vetrarbúnaði voru um borð í kanadískri herflugvél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli til Úkraínu í dag. Þar mátti meðal annars finna sjúkragögn, hlífðarfatnað frá íslenskum útivistarfyrirtækjum, eins og 66°C, Dynjanda og Fjallakofanum, en ekki síst heimaprjónuð vetrarklæði sem var afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga. Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra efast að þetta verði eina fatasendingin frá Íslandi til Úkraínu.Vísir/Sigurjón „Það er auðvitað það sem er, í mínum huga, ekki bara táknrænt heldur er það raunverulegt framlag og við höfum fengið að heyra það innnan úr höfuðstöðvum NATO að hlýr fatnaður sem raunverulega tryggir hlýja kroppa eru jafn mikilvægir og vopnin sem hermenn þurfa að hafa til að geta tekið til varnar Úkraínu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. „Þetta er auðvitað mikið samstarfsverkefni. Við erum hérna í samstarfi við kanadíska herinn og aðila hérna á Íslandi. Landhelgisgæslan hefur staðið framúrskarandi vel að utanumhaldi og skipulagningu á þessu verkefni,“ bætir Þórdís við. Tonnunum níu af vörum frá Íslandi var komið fyrir í herþotunni, sem flaug af stað með varninginn til Úkraínu síðdegis.Vísir/Sigurjón Sérðu fyrir þér að þetta verði gert aftur? „Mér finnst það ekki ólíklegt. Ég sé fyrir mér að áfram verði þörf á hlýjum fötum enda köldustu vikurnar rétt að byrja.“ Andlegi stuðningurinn ekki síst mikilvægur Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún hélt svo áfram til Úkraínu, þar sem hún lendir í kvöld, hlaðin þessum prjónavörum. Þar eru 3.500 lopasokkar frá hópnum Sendum hlýju og minnst 1.400 lopapeysur og -teppi sem íslenskt og úkraínskt handavinnufólk hefur prjónað á svonefndum hannyrðahittingum eða gefið í söfnunina. „Það er svo dásamlegt hvað Íslendingar hafa tekið öflugan þátt. Fólk út um allt land frá elliheimilum, skólum og fólk sem hefur verið að framleiða til að selja og ákvað að gefa, mikið magn í sumum tilvikum,“ segir Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliði hjá Sendum hlýju. Heiðrún Hauksdóttir hefur stjórnað Sendum hlýju verkefninu, sem leggur til 3.500 lopasokka.Vísir/Sigurjón „Þetta eru svo mikilvæg skilaboð. Við erum að senda hlýju, ekki bara eiginlegri merkingu, heldur andlegi stuðningurinn. Að þú finnir að einhver nyrst í heimi hafi sent þetta og haft fyrir að prjóna.“ Vildu senda ættingjunum hlý föt Margir sjálfboðaliðanna eru úkraínskar konur sem byrjuðu á að senda ættingjum hlý föt. „Það eru svona tutttugu úkraínskar konur sem koma reglulega. Við byrjuðum í vor og síðan hafa margar fengið vinnu, svo hætta þær og þá koma nýjar í staðin. Við erum búin að fá rosalega mikið gefins frá fólkinu í landinu,“ segir Birgit Raschhofer, sjálfboðaliði. Birgit stofnaði hannyrðahóp fyrir Úkraínumenn ásamt nokkrum öðrum íslenskum konum eftir að ung flóttakona leitaði til hennar. Anna Margrét Jóhannsdóttir, Birgit Raschhofer og Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliðar.Vísir/Sigurjón „Hún var nýkomin, átti engin föt og sonur hennar sem var fjögurra mánaða átti heldur engin föt. Svo fór ég með föt til hennar og sá að það var fullt af úkraínskum konum í miðstöð úkraínskra flóttamanna í Guðrúnartúni sem höfðu ekkert að gera. Þá sendi ég út skeyti á Facebook og bað um smá garn og prjóna og fór með til þeirra,“ segir Birgit. „Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara vitleysa, við ættum bara að hafa prjónakvöld.“ Birgit hefur farið fyrir hópi íslenskra og úkraínskra kvenna sem hittist vikulega og vinnur handavinnu.Vísir/Sigurjón Mikið samfélag hafi skapast í kringum hópinn, sérstaklega þegar ástandið úti er slæmt og margar konur heyra jafnvel ekki frá mönnunum sínum og börnum í marga daga í senn. „Af því þeir komast ekki í net eða síma. Þá fá þær hjá okkur faðmlag og öxl til að gráta á,“ segir Birgit. Konurnar hafi margar viljað senda ættingjum sínum í Úkraínu hlý föt fyrir veturinn. „Svo rúllaði boltinn og hann stækkaði og stækkaði. Svo fór Utanríkisráðuneytið í Sendum hlýju verkefnið með sokkana og þeir samþykktu að senda allt sem við söfnuðum með.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Landhelgisgæslan Handverk Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira