Frá Reykjavík til Rabat: Hvernig Víkingaklappið endaði á HM í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2022 23:00 Marokkó fagnar sæti í undanúrslitum. Alex Grimm/Getty Images Þó Ísland hafi ekki verið meðal þeirra þjóða sem komust á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fer í Katar þá komst einkennismerki Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands, þangað. Stuðningsfólk Marokkó, sem komið er alla leið í undanúrslit, hefur nefnilega verið duglegt að taka Víkingaklappið í Katar. Áhorfendur Marokkó hafa heldur betur sett lit sinn á mótið og virðist vera ein fárra þjóða sem hefur náð – að mestu – að fylla leikvangana í Katar á leikdegi. Frakkland bíður í undaúrslitum á miðvikudag og eðlilega er gríðarlegur áhugi á leiknum heima fyrir. Svo mikill að fólk flýgur nú í óðaönn til Katar til að sjá hetjurnar sínar. Ástæðan fyrir góðu gengi innan vallar má að vissu leyti rekja til stuðningsins úr stúkunni. Þaðan hafa borist hljóð sem flest allt stuðningsfólk Íslands hefur heyrt oftar en það hefur tölu á undanfarin ár. Fyrst kemur algjör þögn, svo er barið á trommu og svo klappa mörg þúsund manns saman höndum. Aðeins einu sinni þó. Svo aftur, og aftur og aftur. Víkingaklappið. Heyra mátti hið fræga Víkingaklapp er Marokkó hélt út gegn Portúgal í 8-liða úrslitum og tryggði sér sæti í undanúrslitum. This is the type of CLAP you'll get when you get your first round of 16 qualification after 36 years.Moroccan fans are having their best day here (Morocco, Africa) (@ShamoonHafaez)#CANMAR pic.twitter.com/1x86zUzWR3— Statman Diligent Ali (@alidiligent39) December 1, 2022 Á vef Al Jazeera er farið yfir sögu Víkingaklappsins og hvernig það fór frá Reykjavík til Rabat, höfuðborgar Marokkó. Þar kemur fram að það hafi fyrst heyrst um alla Evrópu sumarið 2016 þegar íslenska landsliðið fór alla leið í 8-liða úrslit á EM. „Stór hluti áhorfenda varð eftir til að taka Víkingaklappið með leikmönnum að leik loknum,“ segir í grein Al Jazeera. Þar kemur einnig fram að erfitt sé að finna uppruna „Víkingaklappsins“ en það hafi áður sést, og heyrst, hjá stuðningsfólki franska liðsins Lens og skoska liðsins Motherwell áður en Ísland mætti vopnað Víkingaklappinu á EM. Síðan þá hefur klappið lifað góðu lífi og ávallt kallað „Víkingaklappið.“ Nú má til að mynda heyra það á leikjum Kerala Blasters í Indlandi og Persopolis FC í Íran. If you want to understand the importance of the 12th man, look no further than Moroccan fans at this World Cup. Their support is immense.They have come in thousands to the stadiums. Many live in Qatar while others flew in from Morocco and across the world. Dima Maghrib. pic.twitter.com/Wqym9qcDR4— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) December 7, 2022 Líkja má árangri Marokkó á HM nú og árangri Íslands á EM í Frakklandi. Ísland féll úr leik eftir tap gegn Frakklandi, þjóðinni sem Marokkó mætir í undanúrslitum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Víkingaklappið geti hjálpað Marokkó að koma á óvart í enn eitt skiptið. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Sjá meira
Áhorfendur Marokkó hafa heldur betur sett lit sinn á mótið og virðist vera ein fárra þjóða sem hefur náð – að mestu – að fylla leikvangana í Katar á leikdegi. Frakkland bíður í undaúrslitum á miðvikudag og eðlilega er gríðarlegur áhugi á leiknum heima fyrir. Svo mikill að fólk flýgur nú í óðaönn til Katar til að sjá hetjurnar sínar. Ástæðan fyrir góðu gengi innan vallar má að vissu leyti rekja til stuðningsins úr stúkunni. Þaðan hafa borist hljóð sem flest allt stuðningsfólk Íslands hefur heyrt oftar en það hefur tölu á undanfarin ár. Fyrst kemur algjör þögn, svo er barið á trommu og svo klappa mörg þúsund manns saman höndum. Aðeins einu sinni þó. Svo aftur, og aftur og aftur. Víkingaklappið. Heyra mátti hið fræga Víkingaklapp er Marokkó hélt út gegn Portúgal í 8-liða úrslitum og tryggði sér sæti í undanúrslitum. This is the type of CLAP you'll get when you get your first round of 16 qualification after 36 years.Moroccan fans are having their best day here (Morocco, Africa) (@ShamoonHafaez)#CANMAR pic.twitter.com/1x86zUzWR3— Statman Diligent Ali (@alidiligent39) December 1, 2022 Á vef Al Jazeera er farið yfir sögu Víkingaklappsins og hvernig það fór frá Reykjavík til Rabat, höfuðborgar Marokkó. Þar kemur fram að það hafi fyrst heyrst um alla Evrópu sumarið 2016 þegar íslenska landsliðið fór alla leið í 8-liða úrslit á EM. „Stór hluti áhorfenda varð eftir til að taka Víkingaklappið með leikmönnum að leik loknum,“ segir í grein Al Jazeera. Þar kemur einnig fram að erfitt sé að finna uppruna „Víkingaklappsins“ en það hafi áður sést, og heyrst, hjá stuðningsfólki franska liðsins Lens og skoska liðsins Motherwell áður en Ísland mætti vopnað Víkingaklappinu á EM. Síðan þá hefur klappið lifað góðu lífi og ávallt kallað „Víkingaklappið.“ Nú má til að mynda heyra það á leikjum Kerala Blasters í Indlandi og Persopolis FC í Íran. If you want to understand the importance of the 12th man, look no further than Moroccan fans at this World Cup. Their support is immense.They have come in thousands to the stadiums. Many live in Qatar while others flew in from Morocco and across the world. Dima Maghrib. pic.twitter.com/Wqym9qcDR4— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) December 7, 2022 Líkja má árangri Marokkó á HM nú og árangri Íslands á EM í Frakklandi. Ísland féll úr leik eftir tap gegn Frakklandi, þjóðinni sem Marokkó mætir í undanúrslitum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Víkingaklappið geti hjálpað Marokkó að koma á óvart í enn eitt skiptið.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Sjá meira