Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 08:40 Elon Musk á sér dyggan hóp fylgismanna á netinu. Þegar Musk treður illsakir við fólk má það eiga von á að fá að kenna á þeim. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter leysti skyndilega upp utanaðkomandi ráðgjafaráð um traust og öryggi notenda rétt áður en það átti að funda með stjórnendum miðilsins. Persónuárásir Elons Musk, eiganda Twitter, leiddu til þess að fyrrverandi stjórnandi flúði heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni. Mikið hefur gengið á hjá Twitter eftir að Musk festi kaup á fyrirtækinu. Nýi eigandinn hefur hringlað fram og til baka með ýmsar ákvarðanir en einnig verið með puttana sjálfur í hvernig efni sem birtist á Twitter er stýrt. Tók Musk nýlega ákvörðun um að hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og mörgum öðrum notendum sem voru bannaðir af ýmsum sökum aftur á miðilinn, þar á meðal alls kyns hægriöfgamönnum. Washington Post segir að svonefnt traust- og öryggisráð sem hefur verið skipað fulltrúum mannréttindasamtaka, fræðimönnum og fleiri utanaðkomandi ráðgjöfum hafi verið leyst upp með tölvupósti innan við klukkustund fyrir fjarfund ráðsins með stjórnendum Twitter. Í póstinum sagði að ráðið væri ekki lengur besta aðferðin til að fá utanaðkomandi álit á þjónustu og stefnu fyrirtækisins. Larry Magid, forstjóri ConnectSafely, félagasamtaka sem veita ráðgjöf um netnotkun barna, segir að margir fulltrúar í ráðinu hafi verið við það að segja af sér hvort sem var. „Elon vill ekki gagnrýni og hann vill sérstaklega ekki þá ráðgjöf sem hann hefði mjög líklega fengið frá öryggisráðgjafarráði sem hefði líklega sagt honum að ráða aftur eitthvað af starfsfólkinu sem hann losaði sig við og að endurvekja sumar reglur sem hann felldi úr gildi og að snúa fyrirtækinu af þeirri braut sem hann hefur stýrt því,“ segir Magid við Washington Post. Árásir fylgismanna Musk á fyrrverandi starfsmenn og fjölskyldu Musk hefur sjálfur ógnað öryggi fyrrverandi starfsmanna sinna með rangfærslum og misvísandi tístum undanfarna daga. Þegar þrír fulltrúar í ráðgjafaráðinu sögðu af sér þar sem þeir töldu öryggi og velferð notenda miðilisins fara hnignandi í síðustu viku brást Musk við með því að saka fyrrverandi stjórnendur um að hafa vísvitandi látið hjá líða að fjarlægja barnaníð af samfélagsmiðlinum. Engu breytti þó að Jack Dorsey, forveri hans í forstjórastóli Twitter, svaraði honum og segði þá ásökun alranga. Árásir Musk leiddu til hótana og áreitis fylgismanna hans í garð ráðgjafanna sem hættu og þeirra sem eftir sátu. Um helgina gekk Musk enn lengra og sakaði Yoel Roth, fyrrverandi yfirmann trausts- og öryggisdeildar Twitter, leynt eða ljóst um að afsaka barnaníð. Washington Post segir að það hafi Musk vísað með villandi hætti til doktorsverkefnis Roth sem fjallaði um notkun táninga á stefnumótaforriti fyrir samkynhneigða. Tístin frá Musk kölluðu nether hans yfir Roth sem sá sér þann kost vænstan að flýja heimili sitt með fjölskyldu sinni. Ættingjar og vinir Roth fengu einnig hótanir sem leiddu til þess að þeir eyddu Twitter-reikningum sínum og þá barst prófessorum sem fóru yfir doktorsverkefni Roth á sínum tíma og Pennsylvaníuháskóla holskefla óhróðurs. Roth var upphaflega einn af fáum fyrri stjórnendum Twitter sem lifðu af miklar hreinsanir þegar Musk tók við fyrirtækinu. Musk lýsti sérstaklega yfir trausti til Roth í upphafi. Jafnvel eftir að Roth lét af störfum fór hann varlega í að gagnrýna Musk og stjórnarhætti hans. Síðan þá hefur Musk hins vegar dreift innri samskiptum Twitter um ritstjórnarlegar ákvarðanir, þar á meðal um ákvörðunina um að banna Trump eftir að hann æsti til árásar á bandaríska þinghúsið, til lítils hóps bloggara. Roth átti þátt í mörgum ákvörðun um hvaða efni skyldi fjarlægt og hvaða reikningar skyldu bannaðir og kemur því víða við í þeim skjölum. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mikið hefur gengið á hjá Twitter eftir að Musk festi kaup á fyrirtækinu. Nýi eigandinn hefur hringlað fram og til baka með ýmsar ákvarðanir en einnig verið með puttana sjálfur í hvernig efni sem birtist á Twitter er stýrt. Tók Musk nýlega ákvörðun um að hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og mörgum öðrum notendum sem voru bannaðir af ýmsum sökum aftur á miðilinn, þar á meðal alls kyns hægriöfgamönnum. Washington Post segir að svonefnt traust- og öryggisráð sem hefur verið skipað fulltrúum mannréttindasamtaka, fræðimönnum og fleiri utanaðkomandi ráðgjöfum hafi verið leyst upp með tölvupósti innan við klukkustund fyrir fjarfund ráðsins með stjórnendum Twitter. Í póstinum sagði að ráðið væri ekki lengur besta aðferðin til að fá utanaðkomandi álit á þjónustu og stefnu fyrirtækisins. Larry Magid, forstjóri ConnectSafely, félagasamtaka sem veita ráðgjöf um netnotkun barna, segir að margir fulltrúar í ráðinu hafi verið við það að segja af sér hvort sem var. „Elon vill ekki gagnrýni og hann vill sérstaklega ekki þá ráðgjöf sem hann hefði mjög líklega fengið frá öryggisráðgjafarráði sem hefði líklega sagt honum að ráða aftur eitthvað af starfsfólkinu sem hann losaði sig við og að endurvekja sumar reglur sem hann felldi úr gildi og að snúa fyrirtækinu af þeirri braut sem hann hefur stýrt því,“ segir Magid við Washington Post. Árásir fylgismanna Musk á fyrrverandi starfsmenn og fjölskyldu Musk hefur sjálfur ógnað öryggi fyrrverandi starfsmanna sinna með rangfærslum og misvísandi tístum undanfarna daga. Þegar þrír fulltrúar í ráðgjafaráðinu sögðu af sér þar sem þeir töldu öryggi og velferð notenda miðilisins fara hnignandi í síðustu viku brást Musk við með því að saka fyrrverandi stjórnendur um að hafa vísvitandi látið hjá líða að fjarlægja barnaníð af samfélagsmiðlinum. Engu breytti þó að Jack Dorsey, forveri hans í forstjórastóli Twitter, svaraði honum og segði þá ásökun alranga. Árásir Musk leiddu til hótana og áreitis fylgismanna hans í garð ráðgjafanna sem hættu og þeirra sem eftir sátu. Um helgina gekk Musk enn lengra og sakaði Yoel Roth, fyrrverandi yfirmann trausts- og öryggisdeildar Twitter, leynt eða ljóst um að afsaka barnaníð. Washington Post segir að það hafi Musk vísað með villandi hætti til doktorsverkefnis Roth sem fjallaði um notkun táninga á stefnumótaforriti fyrir samkynhneigða. Tístin frá Musk kölluðu nether hans yfir Roth sem sá sér þann kost vænstan að flýja heimili sitt með fjölskyldu sinni. Ættingjar og vinir Roth fengu einnig hótanir sem leiddu til þess að þeir eyddu Twitter-reikningum sínum og þá barst prófessorum sem fóru yfir doktorsverkefni Roth á sínum tíma og Pennsylvaníuháskóla holskefla óhróðurs. Roth var upphaflega einn af fáum fyrri stjórnendum Twitter sem lifðu af miklar hreinsanir þegar Musk tók við fyrirtækinu. Musk lýsti sérstaklega yfir trausti til Roth í upphafi. Jafnvel eftir að Roth lét af störfum fór hann varlega í að gagnrýna Musk og stjórnarhætti hans. Síðan þá hefur Musk hins vegar dreift innri samskiptum Twitter um ritstjórnarlegar ákvarðanir, þar á meðal um ákvörðunina um að banna Trump eftir að hann æsti til árásar á bandaríska þinghúsið, til lítils hóps bloggara. Roth átti þátt í mörgum ákvörðun um hvaða efni skyldi fjarlægt og hvaða reikningar skyldu bannaðir og kemur því víða við í þeim skjölum.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51