Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2022 22:20 Kim Andersson og Christoffer Svensson standa vörnina gegn Aroni Degi Vísir/Hulda Margrét Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Sjá meira