Innlent

Kalda­vatns­laust á Kár­snesi og heita­vatns­laust í Laugar­nesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tilkynning um hina rofnu kaldavatnslögn á Kársnesi barst klukkan 5:25 í morgun.
Tilkynning um hina rofnu kaldavatnslögn á Kársnesi barst klukkan 5:25 í morgun. Vísir/Sigurjón

Kaldavatnslaust er víða á Kársnesi og truflana á vatnsflæði gætir víðar í Kópavogi eftir að kaldavatnslögn við Kársnesbraut rofnaði. Þá er heitavatnslaust á Laugarnesvegi í Laugardalnum vegna bilunar.

Fram kemur á vef Kópavogsbæjar að viðgerð sé gangi og búið sé að einangra bilunina. Von sé á því að þrýstingur fari aftur að komast á í lögnum sem séu utan bilunar.

Lögnin á Kárnesi fór í sundur á 30 metra kafla en hvers vegna það gerðist er ekki vitað. Flætt hefur inn í nokkur hús við götuna vegna bilunarinnar.

Vísir/Sigurjón

„Haft hefur verið samband við þjónustuver vegna vatnsleysis víðar en á Kárnsesi, skýring þessa er að þrýstingsfall er í kerfinu vegna bilunarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Kópavogsbæjar.

Þá kemur fram í tilkynningu frá Veitum að vegna bilunar sé heitavatnslaust við Laugarnesveg. Unnið sé hörðum höndum að því að koma kerfinu í lag og reiknað með að því ljúki með morgninum.

Vísir/Sigurjón

„Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.“

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vísir/Sigurjón



Fleiri fréttir

Sjá meira


×