Það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. desember 2022 20:30 Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir stýrði ÍR í dag. ÍR Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar. Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni. Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni.
Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00