Það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. desember 2022 20:30 Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir stýrði ÍR í dag. ÍR Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar. Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni. Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni.
Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00