Karius segist ekki bera neinn kala til Klopp sem læsti hann úti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 13:00 Loris Karius grætur eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid árið 2018. Getty/Simon Stacpoole Loris Karius talar ekki illa um knattspyrnustjóra Liverpool þrátt fyrir að Jürgen Klopp hafi hent honum úr liðinu eftir mistökin dýrkeyptu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Karius er að reyna endurkomu í ensku úrvalsdeildina með Newcastle United fjórum árum eftir úrslitaleikinn afdrifaríka í Kiev. Karius gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í úrslitaleiknum, fyrsta og þriðja markið í 3-1 sigri spænska liðsins. Fyrst henti hann boltanum í Karim Benzema sem skoraði og svo lak langskot Gareth Bale í gegnum hendur hans. Karius: No 'bad blood' with Klopp over L'pool exit https://t.co/gq1nEczjzX— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 14, 2022 Karius hefur verið á láni undanfarin ár því hann spilaði ekki aftur fyrir Liverpool. Klopp keypti Alisson nokkrum vikum seinna og markvarslan var ekki lengur vandamál hjá Liverpool. Karius var tvö tímabil hjá Besiktas og eitt ár hjá Union Berlin. Hann fékk ekkert að spila á síðast ári sínu hjá Liverpool. Hann samdi síðan við Newcastle í september. „Tími minn hjá Liverpool var búinn og ég var að leita mér að nýju félagi. Það tókst ekki að ná samningi og því lenti ég í þeirri stöðu að ég varð að vera hjá Liverpool vitandi það að ég fengi ekki nein tækifæri,“ sagði Loris Karius. "For me it is tiring to keep talking about it, it's football and things happen"#LFC https://t.co/2ie4B5FJqm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 14, 2022 „Ég ræddi þetta við knattspyrnustjórann. Ég ber samt engan kala til hans en vitandi stöðuna frá byrjun gerði þetta mjög erfitt,“ sagði Karius. „Þegar þú færð aldrei að vera í hópnum þá missir þú af því að upplif sigrana, tapleikina og að ferðast með liðinu,“ sagði Karius. „Ég saknaði þess. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður og halda áfram að vinna af því að þú veist að það skiptir engu máli. Ég lærði samt mikið af þessu, reyndi mitt besta á æfingum og reyndi að halda mér jákvæðum andlega,“ sagði Karius. „Ég hef spilað yfir tvö hundruð leiki í efstu deild og landsliðum og ég veit hvað ég get. Ég vissi að ég gæti boðið margt. Ég er bara að verða þrítugur og það er ekki gamalt fyrir markvörð. Síðasta tímabil var samt erfitt,“ sagði Karius. Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira
Karius er að reyna endurkomu í ensku úrvalsdeildina með Newcastle United fjórum árum eftir úrslitaleikinn afdrifaríka í Kiev. Karius gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í úrslitaleiknum, fyrsta og þriðja markið í 3-1 sigri spænska liðsins. Fyrst henti hann boltanum í Karim Benzema sem skoraði og svo lak langskot Gareth Bale í gegnum hendur hans. Karius: No 'bad blood' with Klopp over L'pool exit https://t.co/gq1nEczjzX— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 14, 2022 Karius hefur verið á láni undanfarin ár því hann spilaði ekki aftur fyrir Liverpool. Klopp keypti Alisson nokkrum vikum seinna og markvarslan var ekki lengur vandamál hjá Liverpool. Karius var tvö tímabil hjá Besiktas og eitt ár hjá Union Berlin. Hann fékk ekkert að spila á síðast ári sínu hjá Liverpool. Hann samdi síðan við Newcastle í september. „Tími minn hjá Liverpool var búinn og ég var að leita mér að nýju félagi. Það tókst ekki að ná samningi og því lenti ég í þeirri stöðu að ég varð að vera hjá Liverpool vitandi það að ég fengi ekki nein tækifæri,“ sagði Loris Karius. "For me it is tiring to keep talking about it, it's football and things happen"#LFC https://t.co/2ie4B5FJqm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 14, 2022 „Ég ræddi þetta við knattspyrnustjórann. Ég ber samt engan kala til hans en vitandi stöðuna frá byrjun gerði þetta mjög erfitt,“ sagði Karius. „Þegar þú færð aldrei að vera í hópnum þá missir þú af því að upplif sigrana, tapleikina og að ferðast með liðinu,“ sagði Karius. „Ég saknaði þess. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður og halda áfram að vinna af því að þú veist að það skiptir engu máli. Ég lærði samt mikið af þessu, reyndi mitt besta á æfingum og reyndi að halda mér jákvæðum andlega,“ sagði Karius. „Ég hef spilað yfir tvö hundruð leiki í efstu deild og landsliðum og ég veit hvað ég get. Ég vissi að ég gæti boðið margt. Ég er bara að verða þrítugur og það er ekki gamalt fyrir markvörð. Síðasta tímabil var samt erfitt,“ sagði Karius.
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira