Bíó og sjónvarp

Henry Ca­vill hættur sem Ofur­mennið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Henry Cavill á frumsýningu Batman V Superman: Dawn of Justice árið 2016.
Henry Cavill á frumsýningu Batman V Superman: Dawn of Justice árið 2016. Getty/Anthony Harvey

Henry Cavill mun ekki sjást aftur á hvíta tjaldinu í búningi Ofurmennisins, að minnsta kosti ekki á næstunni. Búið var að tilkynna að hann færi með hlutverk hans í næstu mynd en nú hefur handritshöfundur kvikmyndarinnar hætt við að fá Cavill. 

Greint var frá því í október að Cavill myndi leika Clark Kent og Ofurmennið í næstu kvikmynd um hann en ekkert verður úr því. Cavill greinir frá því að hann hafi átt samræður við James Gunn, handritshöfund myndarinnar, og sé hann ekki lengur að snúa aftur í búninginn. 

Cavill hefur ekki leikið Ofurmennið í kvikmynd síðan Justice League kom út árið 2017, fyrir utan stutt statistahlutverk í kvikmyndinni um Black Adam sem kom út fyrr á þessu ári. 

Ástæðan fyrir því að hann mun ekki snúa aftur er að nýja myndin sem Gunn vinnur í þessa stundina fjallar um ungan Clark Kent og þann tíma sem hann vann hjá fjölmiðlinum Daily Planet. Cavill þykir ekki passa í það hlutverk. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×