Fjögur bætast við á lista þeirra sem fá heiðurslaun listamanna Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 08:38 Kristín Þorkelsdóttir hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Hún bætist nú við á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. ALDÍS PÁLSDÓTTIR Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að listamennirnir Hildur Hákonardóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Manfreð Vilhjálmsson og Þórhildur Þorleifsdóttir muni bætast á lista yfir þá sem njóta heiðurslaun listamanna. Breytingatillaga nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið var lögð fram í gær. Þau Hildur, Kristín, Manfreð og Þórhildur koma í stað fjögurra sem voru á listanum en féllu frá á síðasta ári eða á því sem senn er á enda. Alls eru 25 listamenn á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. „Á árunum 2021 og 2022 létust fjórir úr hópi þeirra listamanna sem nutu heiðurslauna, Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir á árinu 2021 og Guðrún Helgadóttir og Þuríður Pálsdóttir árið 2022,“ segir í greinargerðinni með breytingatillögunni. Hildur Hákonardóttir er myndvefari og rithöfundur, Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnuður sem hannaði meðal annars íslensku peningaseðlana og vegabréfin, Manfreð Vilhjálmsson er arkitekt og Þórhildur Þorleifsdóttir leikkona og leikstjóri. Þetta er í fyrsta sinn sem listamaður úr röðum grafískra hönnuða og arkitekta kemst á listann. Verði tillagan samþykkt mun listi yfir þá sem hljóta heiðurslaun listamanna líta þannig út: Bubbi Morthens Erró Friðrik Þór Friðriksson Guðbergur Bergsson Guðrún Ásmundsdóttir Gunnar Þórðarson Hannes Pétursson Hildur Hákonardóttir Hreinn Friðfinnsson Jón Ásgeirsson Jón Nordal Jónas Ingimundarson Kristbjörg Kjeld Kristín Jóhannesdóttir Kristín Þorkelsdóttir Magnús Pálsson Manfreð Vilhjálmsson Matthías Johannessen Megas Steina Vasulka Vigdís Grímsdóttir Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorgerður Ingólfsdóttir Þórhildur Þorleifsdóttir Þráinn Bertelsson Fjárlagafrumvarp 2023 Listamannalaun Menning Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Breytingatillaga nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið var lögð fram í gær. Þau Hildur, Kristín, Manfreð og Þórhildur koma í stað fjögurra sem voru á listanum en féllu frá á síðasta ári eða á því sem senn er á enda. Alls eru 25 listamenn á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. „Á árunum 2021 og 2022 létust fjórir úr hópi þeirra listamanna sem nutu heiðurslauna, Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir á árinu 2021 og Guðrún Helgadóttir og Þuríður Pálsdóttir árið 2022,“ segir í greinargerðinni með breytingatillögunni. Hildur Hákonardóttir er myndvefari og rithöfundur, Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnuður sem hannaði meðal annars íslensku peningaseðlana og vegabréfin, Manfreð Vilhjálmsson er arkitekt og Þórhildur Þorleifsdóttir leikkona og leikstjóri. Þetta er í fyrsta sinn sem listamaður úr röðum grafískra hönnuða og arkitekta kemst á listann. Verði tillagan samþykkt mun listi yfir þá sem hljóta heiðurslaun listamanna líta þannig út: Bubbi Morthens Erró Friðrik Þór Friðriksson Guðbergur Bergsson Guðrún Ásmundsdóttir Gunnar Þórðarson Hannes Pétursson Hildur Hákonardóttir Hreinn Friðfinnsson Jón Ásgeirsson Jón Nordal Jónas Ingimundarson Kristbjörg Kjeld Kristín Jóhannesdóttir Kristín Þorkelsdóttir Magnús Pálsson Manfreð Vilhjálmsson Matthías Johannessen Megas Steina Vasulka Vigdís Grímsdóttir Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorgerður Ingólfsdóttir Þórhildur Þorleifsdóttir Þráinn Bertelsson
Fjárlagafrumvarp 2023 Listamannalaun Menning Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent