Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2022 23:18 Þór Þorlákshöfn er ekki lengur á botni Subway-deildar karla í körfubolta. Vísir/Elín Björg Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö stigin, en Þórsarar voru þó betri á upphafsmínútum leiksins og skoruðu næstu tíu stig leiksins og komust þar með í 10-2. Eftir það jafnaðist leikurinn og munurinn á liðunum varð raunar aldrei meiri en átta stig í fyrri hálfleik. Stjörnumenn voru þó alltaf að elta og heimamenn leiddu með tveimur stigum að loknum fyrsta leikhluta. Svipaða sögu er að segja af öðrum leikhluta þar sem Þórsarar byrjuðu vel og náðu upp átta stiga forskoti. Aftur þurftu gestirnir því að saxa á forskotið, sem og þeir gerðu, en heimamenn sigldu fram úr á ný áður en hálfleikurinn var á enda og staðan var 58-50, Þórsurum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta. Davíð Arnar Ágústsson setti niður fyrstu fimm stig seinni hálfleiksins og þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu Þórsarar skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna og Arnar Guðjónsson neyddist til að taka leikhlé fyrir Stjörnuna. Leikur Stjörnunnar batnaði lítillega næstu mínútur, en Þórsarar tóku yfir á ný og náðu mest 21 stigs forskoti í þriðja leikhluta og leiddu með 16 stigum að honum loknum, 87-71. Þórsarar litu aldrei um öxl í fjórða leikhluta og fljótt varð ljóst að það var engin endurkoma í kortunum hjá Stjörnunni. Heimamenn léku á als oddi og unnu að lokum öruggan 24 stiga sigur, 128-104. Af hverju vann Þór? Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik voru Þórsarar mun betri í þeim síðari og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Þeirra bestu menn hittu á sinn dag og vörn Stjörnumanna átti í stökustu vandræðum. Þá náðu Þórsarar að halda Robert Turner og fleiri lykilmönnum Stjörnunnar í skefjum sem gerði gestunum oft og tíðum erfitt fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Vincent Shahid var slgjörlega frábær í liði Þórs í kvöld. Hann skoraði 41 stig og gaf 13 stoðsendingar sem skilaði honum hvorki fleiri né færri en 52 framlagsstigum. Þá átti Styrmir Snær Þrastarson einnig virkilega góðan leik í liði Þórs þar sem hann skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eins og lokatölurnar gefa til kynna gekk gestunum bölvanlega að spila vörn. Að fá á sig 128 stig í einum 40 mínútna löngum körfuboltaleik er ansi mikið eins og Arnar Guðjónsson, þjálfari liðsins, benti réttilega á eftir leik. Hvað gerist næst? Nú tekur við stutt jólafrí sem liðin nýta eflaust í smá hvíld í bland við æfingar. Stjarnan tekur svo á móti botnliði Subway-deildarinnar, KR, þann 29. desember og Þórsarar sækja Grindvíkinga heim degi síðar. Lárus: Hangikjötið á eftir að bragðast aðeins betur eftir þennan sigur Lárus Jónsson var virkilega ánægður í leikslok.Vísir/Vilhelm „Hangikjötið á eftir að bragðast aðeins betur eftir þennan sigur,“ sagði kátur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara langþráður sigur hjá okkur. Við héldum að þetta væri komið hjá okkur eftir að við unnum Keflavík hérna á heimavelli, en svo misstum við Fotios [Lampropoulos] út í meiðsli á móti ÍR og andlega var það svolítið erfitt fyrir okkur. Við náðum ákveðnum botni fannst mér hérna heima á móti Njarðvík.“ „En leikmennirnir þjöppuðu sér saman og við áttum mjög góðan leik á móti Tindastól á erfiðum útivelli þar sem við náðum næstum því að stela þeim leik og svo fylgdum við því eftir í kvöld og ég er mjög ánægður með það.“ Þrátt fyrir að hafa verið með forystuna allan leikinn áttu Þórsarar erfitt með að slíta sig frá gestunum í fyrri hálfleik þar sem munurinn varð mestur átta stig. Lárus segir að góður lokakafli í fyrri hálfleik hafi fylgt liðinu inn í þann síðari og það hafi lagt grunninn að sigrinum. „Við enduðum annan leikhluta betur heldur en þeir. Við komum með orku inn í seinni hálfleikinn og byrjuðum auðvitað rosalega vel. Þeir voru auðvitað með aukaleik - bikarleik - í líkamanum þar sem þeir lentu í hörkuleik á móti Skallagrím. Þannig maður vissi að þeir yrðu kannski aðeins þreyttari en við í seinni hálfleik. Við áttum kannski bara aðeins meira bensín inni.“ Eins og áður hefur komið fram áttu þeir Styrmir Snær Þrastarson og Vincent Shahid góðan dag fyrir Þórsara. Lárus hrósaði þó einnig öðrum leikmönnum liðsins og segir þá hafa skilað mikilvægu hlutverki. „Lykillinn á móti Stjörnunni er kannski að halda [Robert] Turner í skefjum. Hann er ótrúlega góður leikmaður og við héldum honum í 40 prósent skotnýtingu. Svo fannt mér líka aukaleikararnir vera að koma ótrúlega vel inn í þetta. Emil [Karel Einarsson] og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] spila rosa góða vörn og Dabbi er að setja opnu skotin.“ „Svo var líka ánægjulegt að sjá Tómas [Val Þrastarson] koma inn. Hann spilaði frábæra vörn og var ákveðinn í sókninni.“ Að lokum segir Lárus að jólafríið sem framundan er verði nýtt í hvíld í bland við æfingar til að undirbúa liðið fyrir leik gegn Grindavík þann 30. desember. „Það er bara endurheimt á morgun og frí um helgina og svo æfum við í næstu viku. Svo fá strákarnir jólafrí og svo mætum við á einhverja skemmtilega æfingu hérna annan í jólum,“ sagði Lárus að lokum. Arnar: Þeir bara leika sér að okkur Arnar Guðjónsson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni eins og svo oft áður.Vísir/Bára „Mér líður mjög illa. Bara mjög illa og ég er mjög ósáttur,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. „Bara til hamingju Þór. Þeir voru miklu betri og áttu þetta skilið. En þetta var þungt tap og mér líður ekki vel.“ Þá hafði Arnar frekar einfaldar skýringar á því hvað varð til þess að hans menn misttu Þórsara rúmlega tuttugu stigum fram úer sér í þriðja leikhluta, eftir að hafa verið í jöfnum leik fyrir hálfleikshléið. „Við erum aldrei að dekka og þeir bara leika sér að okkur. Við klukkum þá aldrei og þess vegna fór sem fór. Þeir fóru mjög auðveldlega með okkur í öllu. Það segir sig eiginlega bara sjálft að þegar þú færð á þig 128 stig þá var varnarleikurinn ekki góður.“ Eins og svo oft áður lét Arnar vel í sér heyra á hliðarlínunni og beindi orku sinni oft og tíðum að dómurum leiksins. Hann segist þó ekki ætla að tjá sig um dómara leiksins nú frekar en áður. „Ég ætla ekki að fara að tjá mig um dómara núna og hef ekki gert það hingað til. Ég ætla ekki að fara að byrja á því í dag í fjölmiðlum. Ég held að það hafi ekkert upp á sig.“ Fyrir leik kvöldsins sat Þór Þorlákshöfn í botnsæti Subway-deildar karla. Eftir úrslit kvöldsins lyfti liðið sér þó upp um sæti og Stjarnan mætir því aftur botnliði deildarinnar þegar KR kemur í heimsókn þann 29. desember næstkomandi. „Við ætlum bara að hvíla okkur aðeins og fara síðan að æfa og verða aðeins betri. Það er svona planið,“ sagði brúnaþungur Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan
Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö stigin, en Þórsarar voru þó betri á upphafsmínútum leiksins og skoruðu næstu tíu stig leiksins og komust þar með í 10-2. Eftir það jafnaðist leikurinn og munurinn á liðunum varð raunar aldrei meiri en átta stig í fyrri hálfleik. Stjörnumenn voru þó alltaf að elta og heimamenn leiddu með tveimur stigum að loknum fyrsta leikhluta. Svipaða sögu er að segja af öðrum leikhluta þar sem Þórsarar byrjuðu vel og náðu upp átta stiga forskoti. Aftur þurftu gestirnir því að saxa á forskotið, sem og þeir gerðu, en heimamenn sigldu fram úr á ný áður en hálfleikurinn var á enda og staðan var 58-50, Þórsurum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta. Davíð Arnar Ágústsson setti niður fyrstu fimm stig seinni hálfleiksins og þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu Þórsarar skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna og Arnar Guðjónsson neyddist til að taka leikhlé fyrir Stjörnuna. Leikur Stjörnunnar batnaði lítillega næstu mínútur, en Þórsarar tóku yfir á ný og náðu mest 21 stigs forskoti í þriðja leikhluta og leiddu með 16 stigum að honum loknum, 87-71. Þórsarar litu aldrei um öxl í fjórða leikhluta og fljótt varð ljóst að það var engin endurkoma í kortunum hjá Stjörnunni. Heimamenn léku á als oddi og unnu að lokum öruggan 24 stiga sigur, 128-104. Af hverju vann Þór? Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik voru Þórsarar mun betri í þeim síðari og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Þeirra bestu menn hittu á sinn dag og vörn Stjörnumanna átti í stökustu vandræðum. Þá náðu Þórsarar að halda Robert Turner og fleiri lykilmönnum Stjörnunnar í skefjum sem gerði gestunum oft og tíðum erfitt fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Vincent Shahid var slgjörlega frábær í liði Þórs í kvöld. Hann skoraði 41 stig og gaf 13 stoðsendingar sem skilaði honum hvorki fleiri né færri en 52 framlagsstigum. Þá átti Styrmir Snær Þrastarson einnig virkilega góðan leik í liði Þórs þar sem hann skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eins og lokatölurnar gefa til kynna gekk gestunum bölvanlega að spila vörn. Að fá á sig 128 stig í einum 40 mínútna löngum körfuboltaleik er ansi mikið eins og Arnar Guðjónsson, þjálfari liðsins, benti réttilega á eftir leik. Hvað gerist næst? Nú tekur við stutt jólafrí sem liðin nýta eflaust í smá hvíld í bland við æfingar. Stjarnan tekur svo á móti botnliði Subway-deildarinnar, KR, þann 29. desember og Þórsarar sækja Grindvíkinga heim degi síðar. Lárus: Hangikjötið á eftir að bragðast aðeins betur eftir þennan sigur Lárus Jónsson var virkilega ánægður í leikslok.Vísir/Vilhelm „Hangikjötið á eftir að bragðast aðeins betur eftir þennan sigur,“ sagði kátur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara langþráður sigur hjá okkur. Við héldum að þetta væri komið hjá okkur eftir að við unnum Keflavík hérna á heimavelli, en svo misstum við Fotios [Lampropoulos] út í meiðsli á móti ÍR og andlega var það svolítið erfitt fyrir okkur. Við náðum ákveðnum botni fannst mér hérna heima á móti Njarðvík.“ „En leikmennirnir þjöppuðu sér saman og við áttum mjög góðan leik á móti Tindastól á erfiðum útivelli þar sem við náðum næstum því að stela þeim leik og svo fylgdum við því eftir í kvöld og ég er mjög ánægður með það.“ Þrátt fyrir að hafa verið með forystuna allan leikinn áttu Þórsarar erfitt með að slíta sig frá gestunum í fyrri hálfleik þar sem munurinn varð mestur átta stig. Lárus segir að góður lokakafli í fyrri hálfleik hafi fylgt liðinu inn í þann síðari og það hafi lagt grunninn að sigrinum. „Við enduðum annan leikhluta betur heldur en þeir. Við komum með orku inn í seinni hálfleikinn og byrjuðum auðvitað rosalega vel. Þeir voru auðvitað með aukaleik - bikarleik - í líkamanum þar sem þeir lentu í hörkuleik á móti Skallagrím. Þannig maður vissi að þeir yrðu kannski aðeins þreyttari en við í seinni hálfleik. Við áttum kannski bara aðeins meira bensín inni.“ Eins og áður hefur komið fram áttu þeir Styrmir Snær Þrastarson og Vincent Shahid góðan dag fyrir Þórsara. Lárus hrósaði þó einnig öðrum leikmönnum liðsins og segir þá hafa skilað mikilvægu hlutverki. „Lykillinn á móti Stjörnunni er kannski að halda [Robert] Turner í skefjum. Hann er ótrúlega góður leikmaður og við héldum honum í 40 prósent skotnýtingu. Svo fannt mér líka aukaleikararnir vera að koma ótrúlega vel inn í þetta. Emil [Karel Einarsson] og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] spila rosa góða vörn og Dabbi er að setja opnu skotin.“ „Svo var líka ánægjulegt að sjá Tómas [Val Þrastarson] koma inn. Hann spilaði frábæra vörn og var ákveðinn í sókninni.“ Að lokum segir Lárus að jólafríið sem framundan er verði nýtt í hvíld í bland við æfingar til að undirbúa liðið fyrir leik gegn Grindavík þann 30. desember. „Það er bara endurheimt á morgun og frí um helgina og svo æfum við í næstu viku. Svo fá strákarnir jólafrí og svo mætum við á einhverja skemmtilega æfingu hérna annan í jólum,“ sagði Lárus að lokum. Arnar: Þeir bara leika sér að okkur Arnar Guðjónsson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni eins og svo oft áður.Vísir/Bára „Mér líður mjög illa. Bara mjög illa og ég er mjög ósáttur,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. „Bara til hamingju Þór. Þeir voru miklu betri og áttu þetta skilið. En þetta var þungt tap og mér líður ekki vel.“ Þá hafði Arnar frekar einfaldar skýringar á því hvað varð til þess að hans menn misttu Þórsara rúmlega tuttugu stigum fram úer sér í þriðja leikhluta, eftir að hafa verið í jöfnum leik fyrir hálfleikshléið. „Við erum aldrei að dekka og þeir bara leika sér að okkur. Við klukkum þá aldrei og þess vegna fór sem fór. Þeir fóru mjög auðveldlega með okkur í öllu. Það segir sig eiginlega bara sjálft að þegar þú færð á þig 128 stig þá var varnarleikurinn ekki góður.“ Eins og svo oft áður lét Arnar vel í sér heyra á hliðarlínunni og beindi orku sinni oft og tíðum að dómurum leiksins. Hann segist þó ekki ætla að tjá sig um dómara leiksins nú frekar en áður. „Ég ætla ekki að fara að tjá mig um dómara núna og hef ekki gert það hingað til. Ég ætla ekki að fara að byrja á því í dag í fjölmiðlum. Ég held að það hafi ekkert upp á sig.“ Fyrir leik kvöldsins sat Þór Þorlákshöfn í botnsæti Subway-deildar karla. Eftir úrslit kvöldsins lyfti liðið sér þó upp um sæti og Stjarnan mætir því aftur botnliði deildarinnar þegar KR kemur í heimsókn þann 29. desember næstkomandi. „Við ætlum bara að hvíla okkur aðeins og fara síðan að æfa og verða aðeins betri. Það er svona planið,“ sagði brúnaþungur Arnar Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum